Úrval - 01.03.1968, Qupperneq 59
FLUGFERÐ í KRINGUM HNÖTTINN
57
vélina fer, verður að fara á sinn
vissa stað, þ. e. jafna verður þunga
hans um flugvélina þvera og endi-
langa til þess að viðhalda jafnvægi
hennar. Hafa skal það í huga, að
varningur er fermdur og affermdur
í tonnatali á hverjum viðkomustað.
Starfsfólk við farmiðasölurnar beit-
ir jafnvel sömu aðferð, þegar það
selur farþegum farmiða. Það dreif-
ir farþegunum um flugvélina eftir
vissum reglum. Og einhvern veginn
leysist sérhvert vandamál á hverj-
um við komustað, og við lendum í
Beirut undir nýrri morgunsól. Það
er í annað sinn, er við sjáum sól-
ina nýkomna upp, síðan við lögð-
um af stað frá San Francisco, en
reyndar misstum við dag við tíma-
bauginn án þess að finna það. Við
vitum það bara.
HELJARMIKIL VEIZLA.
Og nú birtist okkur annað vanda-
mál, þegar við yfirgáfum Asíu og
fljúgum inn yfir Evrópu, þar sem
heita má að hver stórborgin sé við
aðra og flugumferðin alveg geysi-
leg. Það má segja, að á stórum
svæðum sé að mestu leyti um að
ræða borg við borg með flugvöllum
á milli. Og heilir flotar af herflug-
vélum, einkaflugvélum og vöru-
flutningaflugvélum eru á flugi, að
taka sig upp eða að setjast um alla
Evrópu. Og ekki má gleyma far-
þegaflugvélunum. Segja má, að um
1900 farþegaflugvélar séu jafnan á
lofti yfir Evrópu. Og næstum 100
þeirra eru nú að leggja af stað
ásamt okkur yfir Atlantshafið í ó-
slitnu flugi til Bandaríkjanna.
Flugumferðarstjórn er því geysi-
lega erfitt og vandasamt starf, en
samt hefur tekizt að leysa þetta
vandamál enn sem komið er. Það
verður að vera 120 mílna bil á báð-
<i.r hliðar á milli fljúgandi flugvéla,
sem fljúga í sömu flughæð, og 150
mílna bil fram undan og aftur und-
an. En samt fylgjast augu áhafn-
arinnar í stjórnklefanum árvökul
með öllu, er við fljúgum yfir, undir
eða gegnum flugleiðir loftsins í hinni
geysilegu umferð, sem ríkir uppi
yfir Evrópu.
Það er einmitt á þessum hluta
leiðarinnar, sem veðrið veldur
stundum töfum á áætluninni, og þá
einkum á veturna. Vetrarþokurnar
í Evrópu geta staðið dögunum sam-
an. En við erum heppin og fáum
gott veður. Við komum til Lundúna,
þegar sólin er að setjast. Hún hellti
fyrstu geislum sínum yfir flugvél-
ina í Beirut um morguninn og nú er
hún að ganga til viðar. Og nú eig-
um við aðeins eftir að fljúga yfir
Atlantshafið, sem teygir sig óra-
vegu fyrir neðan okkur. Norður-
Atlantshafið getur stundum orðið
ein erfiðasta hindrunin, sem á vegi
skipanna verður, en það er nú orð-
ið hreinn barnaleikur, hvað flugvél-
arnar snertir. Við hefjum okkur til
flugs í næturbyrjun, og þegar við
höfum lokið kvöldverðinum, erum
við þegar komin langleiðina yfir
Atlantshafið.
Ég legg nú saman nokkrar tölur.
A fluginu frá San Francisco hefur
flugvélin aflað flugfélaginu 99.186
dollara og eytt 370.732 lítrum af
bensíni. Sætanýting er 65% að með-
altali, og í ferðinni hafa farþegar
þessir borðað 80 tylftir af eggjum,