Úrval - 01.03.1968, Síða 84
82
ÚRVAL
halda þá, að ég sé bleyða.“
Þetta vandræðaástand magnast
einnig af völdum þeirrar staðreynd-
ar, að gæði öryggishjálmanna eru
ofboðslega mismunandi, þótt enginn
skortur sé á öryggishjálmum í verzl-
unum í Bandaríkjunum. Sumar
gerðir eru svo lítils virði, að Slysa-
varnarfélag Bandaríkjanna álítru
þar aðeins vera um leikföng að
ræða.
Þegar öryggishjádmur er valinn,
skyldi meðal annars gá að því,
hvort hann ber viðurkenningar-
merki Snellstofnunarinnar, sem var
sett á laggirnar árið 1957 til minn-
ingar um kappaksturshetjuna Pete
Snell. Hann hafði orðið fyrir slysi,
en hann tók þátt í sportbifreiða-
akstri. Hjálmurinn hans fór í klessu
í árekstrinum, og Snell dó vegna
höfuðmeiðsla, sem hann hlaut þá.
Þá var ekki um neinar áreiðanleg-
ar vísindalegar aðferðir að ræða,
sem hægt væri að nota við prófun
á notagildi hinna ýmsu tegunda af
höfuðhj álmum. Stofnunin hefur síð-
an fullkomnað slíkar prófunarað-
ferðir, og hefur henni þannig tek-
izt að velja hjálma, sem geta tekið
höfuðhöggið af að miklu leyti og
forðað ökumanninum frá höfuð-
kúpubroti eða heilahristingi.
Það ætti einnig að verða gert að
skyldu, að farþeginn beri öryggis-
hjálm ekki síður en ökumaðurinn.
Rannsókn bifhj ólaslysa, sem fram-
kvæmd var á vegum Norður-Karó-
línuháskóla, sýndi, að 24% þeirra,
sem meiddust eða dóu í bifhjóla-
slysum, voru einmitt farþegar á
bifhjólum en ekki ökumenn.
Vandamál farþegans magnast
vegna þeirrar staðreyndar, að mörg
bifhjól og skellinöðrur hafa alls
engan útbúnað fyrir öruggan far-
þegaflutning. Á mörgum þeim hjól-
um, sem hafa aftursæti, er samt
alls ekki um neitt að ræða, sem
farþeginn geti haldið sér 1, eða þá
eitthvað mjög lítilfj örlegt. Hann á
því ekki annars úrkosta en að halda
sér dauðahaldi í ökumanninn. Ge-
orge A. England, sem sér um stjórn
umferðaöryggismála í Washington,
bar fram þá ósk við opinbera rann-
sókn á málum þessum, að bifhjól
með aftursætum hefðu einnig stöng,
sem farþeginn gæti haldið sér í.
Um þetta atriði varð honum svo
að orði: „Það mundi a. m. k. verða
til þess, að stúlkan ríghéldi sér
ekki með báðum handleggjum um
mitti ökumannsins, en slíkt mundi
aftur á móti verða til þess, að öku-
maðurinn hefði fremur hugann við
aksturinn en stúlkuna. Þar að auki
dregur tak stúlkunnar úr jafnvægi
bifhjólsins í beygjum."
Aðrar öryggisráðstafanir, sem
sérfræðingar mæla með, eru t. d.
óbrotthætt hlífðargler við stýri og
sterklegur fatnaður ökumanns. Leð-
urjakkarnir, leðurhanzkarnir og
leðurstígvélin, er búningur, sem fólk
er ekki sem hrifnast af, því að
hann er nokkurs konar einkennis-
búningur „villtu bifhjólaharðjaxl-
anna“, er í rauninni mjög skynsam-
legur klæðnaður fyrir ökumann bif-
hjóls, því að hann minkar líkurnar
á því, að húðin skaddist eða nudd-
ist af í bifhjólaslysum.
Flestir bifhjólaframleiðendur
reyna að fræða kaupendurna um
öryggismál. Japanska verksmiðjan