Úrval - 01.04.1968, Qupperneq 43

Úrval - 01.04.1968, Qupperneq 43
ÁSTAFARSLÝSINGAR .... 41 Þá kom Brahman, skaparinn, þangað til hans sem hann sat. Þeir fóru þegar að metast um það hvor þeirra væri meiri. Vishnu sagðist vera æðri, því hann gætti fjöreggs lífsins. Þá spratt upp af úthafi tímans einn mikill lingam. Svo hátt óx hann að hann náði til himins. Þetta undraðist Vishnu, og vildi vita hvaðan lingam kæmi. Sökkti hann sér á kaf í úthaf tím- ans, en hversu djúpt sem hann kafaði, fann hann ekki ræturnar. En Brahman fór upp, að leita að lingams enda. Þeir fundu hvorugt. Þá laukst lingam upp fyrir þeim sem þroskað granatepli, og Shiva birtist í því miðju og svo mælandi: Eg er herra ykkar, því ég er skap- arinn og tortímandinn. Hinir lutu honum því þeir þóttust geta fall- izt á orð hans. Þetta kann að þykja frumstæð hugmyndafræði, en er ekki hug- myndafræði kristinna manna nokk- uð frumstæð líka? Hvað segja menn t.d. um „upprisu holdsins", þetta atriði trúarjátningarinnar? — f landfræðilegum skilningi er Ind- land fremur álfa en land, og íbú- arnir fara nú brátt fram úr 500 milljónum. Af þessu fólki er sumt á steinaldarstigi og svo allar göt- ur til hinnar hæstu menningar og menntunar sem þekkist. En eitt er öllum íbúum Indlands sameigin- legt: þeir hafa mikla og djúpa hneigð til trúar, hvernig sem trú þeirra er háttað — á því er reg- inmunur — en hér á Vesturlöndum fer vantrú vaxandi og það svo ört, að ekki er annað sýnna en að hún verði brátt alls ráðandi. Menntaður brahmini leggur ekki trúnað á þessar táknrænu sögur. En hann álítur að þeirra sé þörf til styrktar trú hinna óupplýstu. Hann er sannfærður um að fram- för sé í vændum og að „hin æðri vizka“ muni taka við, eftir að sál- irnar hafi gengið í gegn um ótal endurfæðingar, og muni þær þá fara að skilja, að þessar táknmynd- ir eru blekking, þil milli þeirra sjálfra og hins raunverulega. Hann trúir ekki fremur á neinn af þeirri mergð guða, sem Hindúatrú boðar. Þeir eru honum blekking sem hitt. En að baki blekkingarinnar dylst sannleikurinn. Og hann álítur að guðir séu hinum óupplýstu einnig trúarstyrkur. Hann veit að þeir eru ekki eilífir, heldur muni þeir hverfa sem bóla eða reykur við lok þess kalpa, sem nú stendur yfir, og fæð- ast svo aftur í hinu næsta (sam- anber orð brahamansins sem hann mælti til Indra: að hann hefði vitað hann fæðast ótal sinnum). Guðir þessir eru skapaðir í mannsmynd, og þeir hegða sér mjög líkt því sem grískir og rómverskir guðir gerðu forðum — fremur mann- lega en guðlega. Þeir elta mennsk- ar meyjar til þess að fífla þær. Af- kvæmin verða þá annaðhvort guð- ir eða hálfguðir. Hjúskap sinn halda þeir sízt betur en menn gera al- mennt. Það er til urmull af ljót- um sögum um það, og eru gyðj- urnar öllu verri ef verra gæti ver- ið. En af þessu eru til dýrðleg kvæði, og má þá fyrst nefna kvæði stórskáldsins Vidayapatis um ástir hjarðmeyjarinnar Radha og guðs- ins Krishna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.