Úrval - 01.04.1968, Síða 46

Úrval - 01.04.1968, Síða 46
44 ÚRVAL dæmi upp á glæsilega tízku átjándu aldarinnar í Englandi. Hann var heldur fráhrindandi: kipraði aug- un í sífellu, var óstöðugur á fæti, frámunalega feitur og bólugrafinn, auk þess bar hann stöðugt slitna, gamla hárkollu og föt hans voru heldur í óhreinna lagi. Hann virt- ist hálfgert utan veltu í þeim glæsiheimi þar sem hann lifði nú, og hefði betur hæft þeim slóðum í Grubstræti, þar sem hann svalt oft, félaus, sem ungur maður, og þar sem hann var eitt sinn gestur í húsi nokkru og varð þá að borða mat sinn bak við tjöld, vegna þess að föt hans voru slitnari en svo, að hann gæti sýnt sig í þeim í fjöl- menni. Boswell var taugaveiklaður og dálítill smjaðrari á þessum fyrsta fundi hans og Dr. Johnsons, setti doktorinn tvisvar ofan í við hann, í fyrra sinni þegar Boswell bað hann afsökunar á því að hann var skozkur og í hitt sinnið, er hann glopraði út úr sér klaufalegri at- hugasemd um leikarann David Garrick, en hann var æskuvinur Johnsons. En Boswell hélt áfram að skjalla doktorinn og vann fljót- lega vináttu hans. Nokkrum mán- uðum síðar sendi faðir Boswells hann í ferðalag um meginlandið, eins og tízka var á þeim tíma, og Johnson fylgdist með honum alla leið til Harwich. Það lágu ýmsar ástæður til þeirrar vináttu þessara tveggja manna, sem entist þar til Johnson var allur, árið 1783. Ein var sú, að Johnson kunni vel við fólk af tignum ættum, auk þess sem honum þótti Boswell skemmti- legur og loks, að hann hrærðist af hinni augljósu aðdáun, sem Boswell sýndi honum. Boswell reyndist ágætur högg- deyfir fyndnum og stundum mein- legum athugasemdum Johnsons og varð enda oft fyrir barðinu á þeim. Johnson var líka afar hjartahlýr maður og sterktrúaður að auki og hann vissi að hann gæti haft mikil áhrif á hinn unga vin sinn. Eitt sinn skýrði Johnson sjálfur þannig fyrir Boswell hvers vegna honum félli við hann: „Herra minn, ég hef ánægju af kunningsskap við ungt fólk, í fyrsta lagi vegna þess að mér líkar sjálfum ekki tilhugs- unin að eldast. í annan stað vegna þess að kunningsskapur við ungt fólk hlýtur að endast lengur, ef hann endist á annað borð, og að síðustu vegna þess, að ungir menn eru dygðugri en gamlir — og eru umburðarlyndari í öllu tilliti. Mér þykir vænt um ungæðinga nýrri tímans, þeir eiga til meira andríki, skopskyggni og lífsþekkingu en við hinir áttum, þótt þeir séu á hinn veginn ekki eins góðir lærdóms- menn“. Johnson fann líka á sér snemma, að ævisaga hans ,sem Boswell var þegar farinn að safna til, var ekki aðeins í góðum höndum, heldur í höndum snillings. Boswell átti það saman með öðrum af hans kyn- slóð, að honum þótti Samuel John- son mesti maður sinnar samtíðar. Hann gekk því fúslega undir áhrif hans og varð honum mjög hand- genginn. En Boswell var nú far- inn að sannreyna, að ef hann sjálf- ur hafði einhverja hæfileika, þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.