Úrval - 01.04.1968, Side 57

Úrval - 01.04.1968, Side 57
GÁTAN UM DAUÐA KRISTS 55 línis meistara sinn. Raunar er tal- an þrjátíu líklegast fengin að láni í Gamla Testamentinu, eða nánar tilgreint frá Zakaria (11,12), og kemur það vel heim og saman við hina velþekktu tilhneigingu Matthe- usar að vitna í Gamla Testament- ið. ímyndunarafl vísindamanna hef- ur oft hlaupið með þá í gönur í til- raunum þeirra til að semja „rétta“ frásögn upp úr þoku guðspjallanna. Ótrúlegustu og fáránlegustu kenn- inum hefur verið varpað fram til þess að gera svik Júdasar sennileg. Goethe fann það til dæmis upp að Júdas hefði viljað ýta á eftir Kristi til framkvæmda hugmynda hans og kenninga og verið þarna að prófa hann, einmitt vegna þess að hann elskaði hann, hefði sem sé ætlað að þvinga Krist til að koma kenn- ingum sínum í framkvæmd. Gerð- ir Júdasar voru þá sprottnar af einskærum trúarmóði, og þegar Kristur stóðst ekki prófið, fann Júdas sig knúinn til að fremja sjálfsmorð. Framagirni og öfund hafa verið nefndar sem skýringar á athæfinu, en nú er bara ógerningur að ímynda sér hver framagirni Júdasar hefur verið eða hvern hann öfundaði — og hvernig gat hann stillt öfund sína með því að svíkja meistara sinn? Allar þessar kenningar eru í rauninni hugarórar og afar ósenni- legar í þokkabót og aldrei studd- ar af staðreyndum. Önnur er til, sem ýmsir vísinda- menn styðja en hún er sú að nafn- ið Iskariot sé eins konar viðurnefni, sem merki „Framselj andinn", og stafi frá hebreskri orðsrót (skr), sem merkti „að framselja" og kem- ur heim við Esaja (19,4) „Ég fram- sel Egyptaland í hendur harðlynd- um konungi“. Sama orðið hefur Júdas sjálfsagt notað, er hann ræddi við prestana: „Hve mikið viljið þið gefa mér fyrir að framselja hann?“ Á þetta minnast bæði Páll (I.Kor. 11,23) og Mattheus (26,15). Ef höfundar guðspjallanna hafa notað slík orð án þess að skilja það, þá er bersýnilegt ,að orðið stafar frá armenísku, sem var móðurmál Krists. Þetta eru raunar sterkustu rökin fyrir áreiðanleik frásagnar- innar af atburði þessum. En skýringar sem þessi líta ekki samt nógu vel út. Þær skortir stað- reyndir sér til stuðnings og stranda líka á hinni óskiljanlegu lítil- mennsku, sem gerðir Júdasar sýna. Engin slík kenning getur sannfært okkur um frásögnina af Júdasi eins og hún stendur í guðspjöllunum, hún er þýðingarlaus sem slík vegna þess, að svik Júdasar skortir allar ástæður og tilgang. Guðspjöllin segja yfirvöld Gyð- inga hafa óttazt vinsældir Krists, og að því er virðist þá hefur þeim ekki líkað hve margir fylgismenn hans voru orðnir. Þetta bendir til þess, að Kristur hafi verið frægur maður og þúsundir manna þekkt til hans. En engin skynsamleg ástæða er til þess að Júdas hefði endilega þurft til þess að fram- selja hann, þar eð Kristur var al- þekktur og talaði oft til fjölda fólks á mannfundum og átti stór- an hóp fylgismanna, var sem sé op-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.