Úrval - 01.04.1968, Page 92

Úrval - 01.04.1968, Page 92
90 um þetta vandamál. Hann hugsaði sem svo, að tækist honum ekki að fá eigendur hinna þekktari nauta- atsvalla til þess að leyfa Manuel að spreyta sig, gæti hann tekið á leigu risavaxið tjald og sett það upp á velli fyrir utan einhvern bæinn líkt og fjölleikahústjald og látið Manuel keppa þar. Þetta tíðkaðist talsvert, og svo fór hópurinn bæ úr bæ með tjaldið og hélt sýningar. Hann hafði að vísu ekki nægilegt fé til þess að leigja slíkan útbúnað, en honum datt í hug, að kannski væru íbúar einhvers smábæjar svo langsoltnir í nautaat, að unnt mundi reynast að fá bæjaryfirvöldin til þess að leggja fram það fé, sem með þurfti. Nú, hvers vegna ekki Palma del Rio eins og hver annar bær? Hvers vegna ekki bærinn, sem Manuel fæddist í? Hann stökk fram úr rúminu og hringdi til Palma del Rio. Hann náði sambandi við einn bæjarnefnd- armanninn, Antonio Caro að nafni, en hann sá einmitt um allar opin- berar athafnir. E1 Pipo beitti allri sinni mælskulist, er hann tók að lýsa undrabarni sínu, drengnum, sem var nú í þann veginn að taka við virðingarsæti þeirra Joselito, Belmonte og Manolete. Og þetta undrabarn var meira að segja frá Palma del Rio: Manuel Benitez: hrópaði E1 Pipo. Það var sem símalínan yrði raf- mögnuð, þegar bæjarnefndarmað- urinn heyrði þetta nafn. „Hvað seg- ið þér?“ öskraði Caro. „Enginn í Palma mundi borga einn peseta til þess að sjá þennan þjóf! Bæjar- stjórnin mundi kaupa fangelsi ÚRVAL handa honum, en ekki nautaats- gjald og útbúnað!" E1 Pipo hélt áfram að sárbæna Caro. Hann tók á öllu, sem hann átti til. Svo þegar hann skildi, að þetta var allt tilgangslaust, sagði hann snögglega, áður en hann hafði gert sér grein fyrir því, hvað hann var í þann veginn að segja: „Jæja þá, ég borga þá leiguna fyrir tjald- ið og allan útbúnað." Samt hikaði Caro ennþá. E1 Pipo fann nú, að hann var að vinna sigur, og hróp- aði því: „Og líka fyrir nautin!" Þessu síðasta tilboði E1 Pipos var tafarlaust tekið. El Pipo var hneykslaður á bíræfni sinni og flýtti sér heim í íbúð sína í Madrid til þess að ræða þar við konu og börn, en þau voru fimm að tölu. Hann rifjaði þar upp sigra og ósigra síns bugðótta lífsferils. Og síðan útskýrði hann það fyrir þeim, hvers vegna hann héldi þessa ráðstefnu. Hann sagði, að nú væri hann reiðubúinn til þess að varpa ten- ingunum í síðasta sinni á ævi sinni og leggja mikið undir. Hann endur- tók nú þau hátíðlegu loforð, sem hann hafði þegar gefið fjölmörgum nautaatsumboðsmönnum á Spáni, og lýsti yfir því, að piltur einn, Manuel Benitez að nafni, mundi valda algerri byltingu á nautaats- völlunum einhvern daginn, og að hann sjálfur, E1 Pipo, höfuð San- chez-fjölskyldunnar, mundi koma undrabarni þessu á framfæri. Hann bætti því við í flýti, að því miður vantaði hann 160.000 peseta (þá um 2700 dollara) til þess, að slíkt yrði mögulegt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.