Úrval - 01.04.1968, Síða 122

Úrval - 01.04.1968, Síða 122
120 ÚRVAL skynjunarhæfileiki virtist ekki laus við að vera undarlegur stundum. T. d. fer hann eitt sinn inn í búð þar sem seldur er rjómaís og stúlk- an spyr: „Hvaða tegund, vanillu eða súkkulaði?" Þegar við erum komnir út, segir hann við mig: „Osköp er hún óhrein, röddin í þessari stúlku. Mér fannst kola- saila vera dreift um alla ískökuna, svo ég gat ekki bragðað á henni.“ Við sátum saman í veitingahúsi og vorum að borða hádegisverð. Þá segir hann allt í einu: „Bragðið að matnum verður allt annað við að blandast tónlist." Svo laumaði hann matnum undan. Flestir hafa mátt sanna það, að endurminningar um hlut, eða hvað sem er, er frábrugðin hlutnum sjálfum, oftast að einhverju leyti, en þetta veldur Shereshevsky óþæg- indum: „Ég get ekki þekkt mann, sem er í fötum sem ekki eru í sam- ræmi við röddina sem ég heyrði í símanum." Vegna þess hve sjónminni hans var fuilkomið, mistókst honum stundum að skilja smáatriði. Hjá okkur hinum fylgja orðum ekki að jafnaði skýrar myndir, né neinar, en honum segist svo frá sinni skynjun: „Þegar þú segir „bryggja skipstjórans", þá sé ég mann standa á bryggju, t. d. eins og þessari á ánni þarna.“ Þessar ofskynjanir, ef svo mætti segja, trufluðu hann, ef hann átti að segja sögu. Tök- um þetta dæmi: „Maður stóð við tré og sneri við því baki . . .“ og um leið er Shereshevsky kominn út í skóg, þ. e. a. s„ hann sér skóg eins og hann væri kominn þang- að — „ . . . og horfir inn um búð- arglugga" — nú er S. nauðugur einn kostur að hverfa úr skóginum og til annars staðar, og þetta trufl- ar söguþráðinn, svo að hann verður að lesa aftur og aftur til þess að ná samhenginu. Og þegar hann kemur að því at- riði í bók, þar sem lýst er hinu sama, sem hann hefur lesið um áð- ur, segjum t. d. „anddyri", „sval- ir“ eða „grátvíðir", þá renna um leið upp fyrir honum myndirnar, sem hann sá við fyrri lestur. Einu sinni fór hann að lesa bók Gogols, Landeigendur fyrri daga, og var þá áður en varði kominn með hugann í Dauðar sálir eftir sama höfund. Þetta olli honum ekki litlum óþæg- indum við lesturinn. En fljótur var hann finna ef eitt- hvað var 1 lesmáli sem ekki stóð heima við annað í sömu bók. Millj- ónir höfðu lesið sögur Chekovs, en enginn tekið eftir því að söguhetj- an í Kamelljóninu er fyrst í yfir- frakka en svo breytist þessi flík til- efnislaust í jakka, — fyrr en hann tók eftir því, né heldur því að í sögunni Feitur og Magur er dreng- urinn fyrst með hatt, en í sögulok tekur hann ofan húfu. Shereshev- sky komst ekki hjá því að taka eft- ir þessu, svo dagljóst sem hann sá fyrir sér hvert atriði sögunnar. Svo sem vænta má varð það hon- um oft að fótakefli að vera fæddur með þessum ósköpum. „Stundum hefur það komið fyrir mig, sem furðulegt mætti þykja, að „sjái“ ég mjókurkönnu vinstra megin við mig, í mynd endurminningar, þá sé ég hana ekki hægra megin, þar sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.