Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 10
8
var enginn draumur,
engin dulspekileg opin-
berun. Þvert á móti:
hún var eins og að
vakna skyndilega af
svefni venjulegs lífs,
eins og að hætta að
dreyma. Þetta var sjálf-
lýsandi veruleiki, laus
við og gersamlega
hreinsaður af for-
myrkvandi huga. Þetta
var loks opinberun þess.
sem var algjörlega aug-
ljóst, þetta var tært
augnablik í ruglaðri
lífssögu, þetta var að
hætta að látast ekki
vita um nokkuð, sem ég
hafði alltaf verið of
upptekinn eða of gáfað-
ur til að sjá (eða a. m.
k. ekki frá því í barn-
æsku). Það var nakin
órannsakandi athygli
gagnvart því sem alltaf
hafði verið augljóst mál:
að ég hafði ekkert and-
lit. f stuttu máli: Þetta
var allt ósköp einfalt,
ósköp venjulegt og blátt
áfram, handan rök-
ræðna, handan hugsana,
handan orða. Það vökn-
uðu engar spurningar,
engar tilvísanir handan
við sjálfa reynsluna,
heldur aðeins friður og
hæglát gleði og sú til-
finning að hafa varpað
af sér óþolandi byrði.
(Úr bókinni
„On having no Head“;
Sv. B. þýddi).
Furstadæmið Lieohtenstein er nautgriparæktarland, og kýrnar dvelja
í högum uppi í Ölpunum þangað til í september. Nytin úr hverri kú er
mæld og prófuð daglega, og sérhver góð mjólkuríkýr fær „heiðursmerki"
úr tré. Það er hjartalagað, og á það eru máluð helgitákn. Eigandi kýr-
innar neglir svo heiðursmerikið á fjóshurðina sína, og svo neglir hann
horn kýrinnar uipp við hlið merkisins, þegar hún deyr. E’n methafanum
í kúahjörðinni er auðvitað sýnd sérstök virðimg, sem „stjörnu” hæfir.
Hún ber breitt háisband úr leðri, sem skreytt er blómum, silfurhjörtum
og stjörnum. Kúabjallan hennar er stærri en fata, og i henni er silfur-
kóifur. Rautt, hvítt og blátt skraut hangir niður úr eyrum hennar, og
eldrauður kross skreytir enni hennar. Einfætti mjaltakollurinn hvílir á
hvolfi milli hornanna, en niður úr honum hanga rauðar, bláar, hvítar,
silfurlitaðar og gylltar ræmur. Og hlaðin öliu þessu skrauti. . . nefndi
ég lárviðarsveiginn . .. ? gengur hún í broddi fylkingar niður í dalinn,
drottning dagsins, og þorpsbúar klappa fyrir henni alla leiðina, alveg
inn úr fjósdyrunum.
J. Bryan.
Ég las af miklum áhuga greinina í júlíhefti „Reader's Digest" árið
f 968, er bar heitið: „Hvað er það, sem gerir konu að fullkominni eigin-
konu?“ Þegar ég nálgaðist endinn, var ég farinn að bera eiginlei'ka þá,
sem nefndir voru, saman við þá eiginleika, sem konan mín hafði til að
bera. Mér hnykkti við, er ég kom skyndilega auga á abhugasemd, sem
skrifuð hafði verið með blýanti úti í spássíuna, enda var rithönd sú
mér vel kunn: „Enginn er fullkominn!"
Robert Houston.