Úrval - 01.09.1970, Síða 13

Úrval - 01.09.1970, Síða 13
ER HÆGT AÐ LEYSA VANDAMÁL MENGUNAR 11 fjallar um samband manns og nátt- úru og breytingar á umhverfi af mannavöldum (ecology), hefur var- að við því, að andrúmsloftssaurgun- in í Kaliforníu sé nú þegar orðin svo slæm, að dauðsföllum af völd- um öndunarfærasjúkdóma kunni mjög að fara fjölgandi, þegar kom- ið er fram á árið 1975. Álítur hann, að þessi þróun muni líklega hefjast í Stór-Los Angeles (borgarkássunni, sem Los Angeles er kjarni í). Hann sakar einnig loftmengunarefnin um vaxandi fjölda dauðsfalla af völd- um lungnaþembu í Suður-Kaliforn- íu. Það kemur fyrir marga daga, að skólabörn í Los Angeles eru vöruð við að leggja mikið að sér líkamlega eða að anda djúpt að sér vegna geysilega slæmrar og þéttrar reyk- þoku yfir borginni. SAURGUN VATNSINS Það er langt frá því, að Banda- ríkin séu ein um óhóflegan úrgang, mengun og eyðileggingu. Reykþok- an er t.d. ofboðslega þétt yfir Tokíó. Svisslendingar, sem eru mjög snyrtilegir og hreinlegir, urðu felmtri slegnir, þegar þeir uppgötv- uðu, að tvö af stöðuvötnum þeirra, sem þeir álitu kristalstær, Gefnar- vatn og Konstanzvatn, eru sífellt að verða gruggugri vegna úrgangs, sem streymir í þau frá borgum og verksmiðjum við vötn þessi. Sumir af fjörðum Noregs, sem þekktir eru fyrir stórkostlega fegurð, eru orðn- ir troðfuilir af daunillum úrgangi frá verksmiðjum. Áin Rín, sem streymir meðfram pottöskunámun- um í Elsass 820 mílna leið og síðan í gegnum hið stórkostlega iðnaðar- hérað Ruhrdalsins og þaðan út í Norðursjó, er sums staðar svo eitr- uð að harðgerir álar eiga jafnvel erfitt með að halda þar lífi. Sums staðar er áin kölluð „Holræsi Ev- rópu“. Það er ekki langt síðan svart- ur snjór féll í héraðinu Smálöndum í Svíþjóð. Var þar um að ræða sót, sem svifið hafði yfir Eystrasalt inn yfir suðurhluta landsins. Jörðin hefur sitt eigið „inn- byggða“ kerfi til þess að losna við úrgang. En kerfi þetta hefur sín tak- mörk. Vindarnir, sem blása um and- rúmsloft jarðar og jörðina sjálfa og hreinsa þar til, eru aðeins fyrir hendi á 6 mílna háu belti umhverfis jörðu. Þeirra gætir ekki ofar. Eitr- aður úrgangur getur drepið hinar örsmáu Hfverur, sem sjá venjulega um að hreinsa ár. Tækni nútímans leggur sífellt meiri byrði á Móður Náttúru með því að þekja jörðina með þúsundum tonna af gerviefn- um, en mörg þeirra rotna alls ekki né eyðast. Þar má til dæmis nefna áldósir, sem geta ekki ryðgað, plast úr ólífrænum efnum, sem endist kannski áratugum saman, fljótandi olíubrákir, sem geta jafnvel breytt hitaendurskini úthafanna, og kjarn- orkuofnaúrgangsefni, sem halda eit- uráhrifum sínum öldum saman. Hvert lendir mestur hluti úr- gangsefnanna? Líklega endar hann braut sína í úthöfunum, sem þekja 70% af yfirborði jarðar og búa yfir geysilegri sjálfshreinsunargetu. En jafnvel úthöfin geta ekki tekið við ótakmörkuðu magni af óhreinind- um. Margir vísindamenn hafa nú áhyggjur af áhrifum allra þessara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.