Úrval - 01.09.1970, Síða 30
28
ÚRVAL
snuðra sýknt og heilagt um allt það,
sem eiginmaðurinn tekur sér fyrir
hendur. Það eru til konur, sem panta
tannlæknatíma fyrir eiginmanninn
á fimmtudögum, þegar glæsilega,
rauðhærða aðstoðarstúlkan á frí og
gamla, gráhærða amman leysir hana
af. Það eru líka til konur, sem víla
það ekki fyrir sér að eyðileggja ævi-
löng vináttutengsl milli eiginmanns-
ins og vinar eða vinkonu hans, ef
vinurinn er piparsveinn, sem er
mikið gefinn fyrir að skemmta sér,
eða vinkonan er alveg ónauðsynlega
aðlaðandi fráskilin kona.
Það er að vísu satt, að ég hef
strikað út nokkrar ungar fegurðar-
dísir af gestalista okkar. En samt
kýs ég heldur að reyna að bæta sjálfa
mig á einhvern hátt samkvæmt
þeirri kenningu minni, að ágæt að-
ferð til þess að snúast gegn afbrýði-
seminni sé að reyna að verða alveg
stórkostlega aðlaðandi og fjölhæf.
Frá því að við giftumst, hef ég
til dæmis reynt „ismometriskar“
líkamsæfingar og líkamsæfingar
kanadiska flughersins, píanótíma,
gítartíma og frönskutíma, námskeið
í abstraktmálaralist og enskum bók-
menntum og . .. guð hjálpi mér ...
skiðatíma. Því miður hótaði Milton
að flytja á gistihús, ef ég héldi áfram
píanótímunum. Og hann batt endi á
'málaraferil minn fyrir tveim árum,
þegar hann hengdi tvö af meistara-
verkum mínum upp í kjallaranum
við hliðina á miðstöðvarkatlinum.
Ég er hrædd um, að flestar áætlanir
mínar endi á svipaðan hátt, og það
má enn þekkja mig sem sömu gömlu
eiginkonuna á rifna frottésloppnum.
Sú dapurlega ályktun, sem við
verðum að draga af þessu, hlýtur
því að vera á þá leið, að við getum
því aðeins orðið að nýrri konu, ef
um nýjan mann er að ræða. En slík
röksemdarfærsla getur leitt til þess
örvæntingarfyllsta og þýðingarlaus-
asta leiks, sem afbrýðisöm eigin-
kona getur leikið, þ.e. reynt að
gera eiginmann sinn afbrýðisáman.
Hann mun að öllum líkindum neita
að sýna hin minnstu merki afbrýði-
semi þrátt fyrir ákveðnar ögranir.
Það er þýðingarlaust fyrir mig að
leika slíkan leik. Þegar ég segi við
hann: „Ef þig langar ekki til þess
að sjá þessa kvikmynd í kvöld, fer
ég kannske með Dave,“ eða „Paul
segir, að ég mundi líta alveg stór-
kostlega út, ef ég gengi með stutt-
klippt hár.“ Ég fæ alltaf þetta ófull-
nægjandi svar við slíku: „Gerðu
bara það, sem þig langar til.“ Og
það verður alltaf til þess, að ég geri
ekki neitt.
Ég ætla því að halda áfram að
standa uppi á endann í hanastéls-
boðum og ergja mig yfir 19 ára
unglingsstelpum í mínipilsum. Og
ég ætla að gera allt vitlaust, ef ég
finn nokkurn tíma bleikan varalit
(minn er drapplitur) á skyrtuflibb-
anum hans. En þá dagana, þegar
mér finnst ég vera þroskuð kona,
sem býr við öryggi, ætla ég líka að
viðurkenna, að ég gæti aldrei elsk-
að þá manntegund, sem öðrum kon-
um finnst ekki aðlaðandi, þess hptt-
ar manntegund, sem er ekki nógu
lífmikill til þess að njóta þess að
vera í námunda við aðrar konur,
mann sem gæti ekki ’ gert mig af-
brýðisama.