Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 30

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 30
28 ÚRVAL snuðra sýknt og heilagt um allt það, sem eiginmaðurinn tekur sér fyrir hendur. Það eru til konur, sem panta tannlæknatíma fyrir eiginmanninn á fimmtudögum, þegar glæsilega, rauðhærða aðstoðarstúlkan á frí og gamla, gráhærða amman leysir hana af. Það eru líka til konur, sem víla það ekki fyrir sér að eyðileggja ævi- löng vináttutengsl milli eiginmanns- ins og vinar eða vinkonu hans, ef vinurinn er piparsveinn, sem er mikið gefinn fyrir að skemmta sér, eða vinkonan er alveg ónauðsynlega aðlaðandi fráskilin kona. Það er að vísu satt, að ég hef strikað út nokkrar ungar fegurðar- dísir af gestalista okkar. En samt kýs ég heldur að reyna að bæta sjálfa mig á einhvern hátt samkvæmt þeirri kenningu minni, að ágæt að- ferð til þess að snúast gegn afbrýði- seminni sé að reyna að verða alveg stórkostlega aðlaðandi og fjölhæf. Frá því að við giftumst, hef ég til dæmis reynt „ismometriskar“ líkamsæfingar og líkamsæfingar kanadiska flughersins, píanótíma, gítartíma og frönskutíma, námskeið í abstraktmálaralist og enskum bók- menntum og . .. guð hjálpi mér ... skiðatíma. Því miður hótaði Milton að flytja á gistihús, ef ég héldi áfram píanótímunum. Og hann batt endi á 'málaraferil minn fyrir tveim árum, þegar hann hengdi tvö af meistara- verkum mínum upp í kjallaranum við hliðina á miðstöðvarkatlinum. Ég er hrædd um, að flestar áætlanir mínar endi á svipaðan hátt, og það má enn þekkja mig sem sömu gömlu eiginkonuna á rifna frottésloppnum. Sú dapurlega ályktun, sem við verðum að draga af þessu, hlýtur því að vera á þá leið, að við getum því aðeins orðið að nýrri konu, ef um nýjan mann er að ræða. En slík röksemdarfærsla getur leitt til þess örvæntingarfyllsta og þýðingarlaus- asta leiks, sem afbrýðisöm eigin- kona getur leikið, þ.e. reynt að gera eiginmann sinn afbrýðisáman. Hann mun að öllum líkindum neita að sýna hin minnstu merki afbrýði- semi þrátt fyrir ákveðnar ögranir. Það er þýðingarlaust fyrir mig að leika slíkan leik. Þegar ég segi við hann: „Ef þig langar ekki til þess að sjá þessa kvikmynd í kvöld, fer ég kannske með Dave,“ eða „Paul segir, að ég mundi líta alveg stór- kostlega út, ef ég gengi með stutt- klippt hár.“ Ég fæ alltaf þetta ófull- nægjandi svar við slíku: „Gerðu bara það, sem þig langar til.“ Og það verður alltaf til þess, að ég geri ekki neitt. Ég ætla því að halda áfram að standa uppi á endann í hanastéls- boðum og ergja mig yfir 19 ára unglingsstelpum í mínipilsum. Og ég ætla að gera allt vitlaust, ef ég finn nokkurn tíma bleikan varalit (minn er drapplitur) á skyrtuflibb- anum hans. En þá dagana, þegar mér finnst ég vera þroskuð kona, sem býr við öryggi, ætla ég líka að viðurkenna, að ég gæti aldrei elsk- að þá manntegund, sem öðrum kon- um finnst ekki aðlaðandi, þess hptt- ar manntegund, sem er ekki nógu lífmikill til þess að njóta þess að vera í námunda við aðrar konur, mann sem gæti ekki ’ gert mig af- brýðisama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.