Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 37

Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 37
HlN NÝJA MYND ALHElMSINS 35 „svört göt“ hafa valdið. Þegar hið ofsalega þyngdarafl, sem þjappar risavöxnu stjörnukerfi saman, þangað til það verður að engu, finnur ekki lengur neina mótstöðu, því að það er ekki lengur neitt fyrir hendi til þess að veita slíka mót- stöðu, þá fer það að toga í allar ná- lægar fastastjörnur og togar þær inn í sig. Þannig verður „svarta gat- ið“ j'afnvel enn stærra og öflugra. Þegar „svarta gatið“ verður nægi- lega stórt til þess að geta byrjað að gleypa í sig heila sólkerfaþyrpingu eða hluta hennar, þá geisla þær milljónir stjarna, sem verða nú í hættu, frá sér allri sinni orku til þess að hindra, að þær falli niður í „gatið“. Ofsahitinn, sem myndast, er heil sólkerfaþyrping tekur á allri sinni orku til þess að komast hjá því að hrapa niður í „svart gat“, gæti verið uppspretta hinnar of- boðslega sterku skellibirtu „quasar- stjarnanna“. Ég gat ekki annað en vorkennd þessum ofsahræddu, dauðadæmdu stjörnum, er dr. Gold skýrði mér frá þessu. Meðaumkun- in, sem hann greindi í andlitssvip mínum, var líklega ekki síður at- hyglisverð en ýmsir atburðir, sem hann hafði orðið vitni að í alheim- inum, því að það, sem gerir sögu stjörnufræðinganna svo óskaplega furðulega, er sú staðreynd, að leik- urinn sjálfur á þessu risaleiksviði, geiminum, „skapaði" sína eigin áhorfendur, svo að þeir gráta eða gleðjast yfir leik þessum. Leikurinn sjálfur skapaði... okkur. Þetta er sú nýja mynd alheims- ins, sem er nú að taka á sig lögun í stjörnuathugunarstöðvum hinna fimm meginlanda jarðarinnar, sú mynd, sem verða mun fylgifiskur mannkynsins þegar á næstu árum. Hún er gerólík hinni flatneskju- legu, vélrænu og takmörkuðu al- heimsmynd 19. aldarinnar. Þótt við höfum enn ekki fengið neitt end- anlegt svar við spurningum okkar um alheiminn, gerum við okkur nú betri grein fyrir því en nokkru sinni fyrr, að við erum hluti þessarar risavöxnu leiksýningar. Við vitum nú, að mannkynið átti upphaf sitt í stjörnuryki, að það var mótað í brennandi sólum og fætt í gerbylt- ingu ragnaraka. Sú vitneskja, að efnið í okkur sjálf varð til í svo stórfenglegum átökum, veitir okkur, mönnunum, sem búa á plánetunni Jörð nýjan .dkilning á tengslum. okkar og skyldleika við sjálfan guð. Rússneskt dagblað, æskulýðsblaðið „Komsomolskaya Pravda", henti nýlega gaman að Mao með því að prenta 20 svör úr dagblaði í Peking við spurningum til íþróttamanna Þess efnis, hvað þeir tækju til bragðs, er þeir væru taugaóstyrkir, þreyttir eða bara reiðir vegna úrskurðar dómarans. Svarið var þetta í öllum tilfellum: Sný mér að ritsafni Maos formanns. Reuters.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.