Úrval - 01.09.1970, Page 41
COLOSSEUM
39
sem svo voru kallaðir í anda hinnar
grimmu kaldhæðni, sem þá ríkti,
hófust á því, að dýr átti að berjast
gegn dýri, bjór gegn vísundi, vís-
undur gegn fíl, fíll gegn nashyrn-
ingi. Svo skyldi maður berjast gegn
dýri og svo að síðustu maður gegn
manni. Og þannig hélt þetta áfram
með sífelldum endurtekningum allt
frá dögun til rökkurs — í 100 daga
savifleytt. í lok leikanna brast Titus
í grát, hvort sem það hefur verið af
örmögnun, viðbjóði eða fyrirboða
um aðsteðjandi dauða, er átti eftir
að hremma hann að einu ári liðnu.
Það hefur verið skráð, að 5000
dýrum hafi verið slátrað á leikvang-
inum þessa 100 daga. Það eru hvergi
til neinar skrár um alla mennina,
sem drepnir voru. Örugglega hafa
þeir numið hundruðum. Sú blóðelf-
ur, sem þá byrjaði að streyma, átti
ekki eftir að verða stífluð. fyrr en
leikvangur þessi hafði orðið blóð-
ugasti blettur jarðarinnar, blóðugri
en Stalingrad, blóðugri en Verdun,
svo óumrseðilega blóðidrifin, að það
er hugsanlegt, að það hafi alls ekki
verið neitt kraftaverk, þegar Gre-
goríus páfi 14. gaf hverium sendi-
herra handfylli af iarðvegi leik-
vangsins og þrýsti síðan eina hand-
fylli fast í lófa sínum, svo að úr lak
blóð, er hann sá hversu vonsviknir
þeir urðu yfir svona lítilmótlegri
gjöf.
DÆMIGERÐIR LEIKIR
Hver, sem hafði nóg fé, gat staðið
fyrir leikum á leikvanginum. Mörg-
um fannst frægðin og auglýsingin,
sem þetta hafði í för með sér. vel
þess virði, þótt dýr væri. Leikdag-
ar á ári voru þegar orðnir 93, all-
löngu áður en Colosseum opnaði
hlið sín. Hin venjulega dagskrá líkt-
ist því, sem Titus hafði upp á að
bjóða, þótt ekki væri hún eins í-
burðarmikil. Fyrst voru auglýsinga-
spjöld sett víðs vegar í borginni
mörgum dögum fyrir leikana, þar
sem birt voru nöfn þess, er leikana
hélt, ásamt nöfnum skylmingamann-
anna og afrekum þeirra. I dögun
leikdagsins var farið með dýrin úr
dýrabyrgjunum, sem voru þar í
nánd, og þau rekin inn í dvragryfj-
urnar undir leikvanginum. Svo kom
heil hersing hervagna, og var sá, er
leikana héit, í þeim fyrsta. A eftir
honum komu svo skylmingamenn-
irnir, klæddir í purpurarauðar
skikkjur, sem bryddaðar voru gulli,
og þrælar, er báru hergögn þeirra og
hertygi.
Þetta hlýtur að hafa verið stór-
fengleg sión! Keisarinn í sínum dýr-
legu klæðum, sendiherrarnir í þjóð-
búningum sínum og þingmenn í
skikkjum með purpurarauðri brvdd-
ingu og með reimaða ilskó á fótum.
Og fyrir ofan þá getur að líta alþýðu
Rómar, „Populus Romanus“, sem
trogfyllir þar hvern bekkinn uppi
af öðrum, „barmafull af lífsgleði á
sinn rustafengna hátt“, eins og Dick-
ens orðaði það. Skyndilega verður
þögn Skylmingamennirnir lyfta
svei'ðum sínum, og hin beisku
orð þeirra ómuðu yfir allan leik-
vanginn: „Heill yður, keisari! Við,
sem göngum til móts við dauða vorn,
hyllum yður!“ Síðan ganga þeir
burt. Keisarinn leggur hálsklút yfir
handriðið og lætur hann svo falla.