Úrval - 01.09.1970, Page 52
50
ÚRVAL
líkskoðari, friðardómari, póstmeist-
ari, lögbókari, dýralæknir, veiði-
vörður og tollþjónninn í senn. Hann
skammtar lífsnauðsynlegar vörur,
rannsakar umsóknir um ellistyrk og
getur gerzt ljósmóðir, ef á þarf að
halda.
GAGNN JÓSNIR
Þótt almenningi sé sjaldan skýrt
frá slíku, þá eru öryggismála- og
njósnastörf lögreglumannanna ekki
síður mikilsverð en önnur störf
þeirra. Yfir þeim hvílir mikil leynd,
og þau eru oft og tíðum þrungin
mikilli spennu. Þessi mál eru rædd
á skýran og skorinorðan hátt í ný-
legri skýrslu, sem gefin er út af
Konunglegu öryggismálanefndinni.
Þar getur að líta þessa aðvörun:
„Kanada heldur áfram að vera skot-
mark njósna- og undirróðursstarf-
semi, sem rekin er af kommúnista-
ríkjum. Þar að auki er gerlegt að
nota Kanada sem stökkpall til að-
gerða gegn öörum löndum, einkum
Bandaríkjunum." í skýrslunni er
dregin sú ályktun þrátt fyrir allt
tal um friðsamleg samskipti, að
„þegar dragi úr átökum við komm-
únistaríkin, þá aukist jafnan alls
konar tilraunir til undirróðurs og
njósna.“ Það er starf Öryggismála-
og njósnadeildarinnar að berjast
gegn slíkri viðleitni.
Sem dæmi mætti taka mál Igors
Gouzenkos, dulmálssérfræðing rúss-
neska sendiráðsins í Ottawa, sem
baðst hælis í Kanada árið 1945 og
kom upp um risavaxinn sovézkan
njósnahring, sem starfaði um ger-
vallt Kanada. Þjálfaðir njósnasér-
fræðingar riddaraliðslögreglunnar
hófust strax handa við það risa-
vaxna verkefni að ganga úr skugga
um, hvort hinar geysilegu upp-
ljóstranir Gouzenkos hefðu við rök
að styðjast. Rannsókn sú leiddi svo
til þess, að 10 kanadiskir borgarar
voru dæmdir sekir um njósnir. Á
undanförnum árum hefur liðið æ
ofan í æ fundið sönnunargögn þess,
að njósnum er stöðugt haldið áfram
í landinu. Og nokkrir starfsmenn
sendiráða kommúniskra ríkja hafa
þar af leiðandi verið reknir úr
landi.
Liðið hefur alltaf haft sanngirni
og réttlæti að kjörorðum sínum allt
frá byrjun. Líklega hefur ekkert
lögreglulið nokkru sinni hlotið slíkt
hrós sem kanadiska riddaraliðslög-
reglan, þegar Krákufótur, æðsti
höfðingi Indíána á Svartfætlinga-
stjórnarsvæðinu, komst svo að orði
um Liðið árið 1877: „Hefði lögregl-
an ekki komið til þessa lands, væru
fáir okkar enn á lífi. Lögreglan
hefur verndað okkur, eins og fjaðr-
ir fuglsins vernda hann fyrir frost-
um vetrarins."
☆
Sjónvarpsviðgerðarimaður segir við húsmóðurina: „Þér verðið áreið-
anlega ánægð yfir að heyra, að það gengur ekkert það að tsskinu yðar,
sem peningar geta ekki kippt i lag.“