Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 54
52
Svona er lífið
SÖGURNAR af hinum óviðjafnan-
lega Bernard Shaw eru óþrjótandi,
og sú, sem hér fer á eftir, er ekki
af lakara taginu.
Shaw var eitt sinn staddur í sam-
kvæmi karla, þar sem enskum
stúlkum var hælt á hvert reipi. Hann
lagði ekkert til málanna lengi vel,
unz hann sagði:
— Enskar stúlkur eru þær verstu,
sem ungur íri getur mætt. Ef mað-
ur slær írskri stúlku gullhamra, þá
hristir hún höfuðið með fyrirlitn-
ingu og segir:
„í guðanna bænum, þegið þér!“
En ensk stúlka roðnar aftur á
móti upp í hársrætur og stynur upp
með hinum mestu erfiðismunum:
„Ég vona að þér meinið það sem
þér segið.“
Og það getur verið fjandi erfitt
að útskýra, að það gerir maður auð-
vitað alls ekki!
—0—
MARGIR ÍSLENDINGAR, sem
dvalizt hafa í Kaupmannahöfn,
kannast án efa við fornbóksalann,
Hj. Grandsgaard-Christensen. Hann
hafði búð sína í Fiolstræti. Eitt sinn
bar svo til, að inn í búðina til hans
kom ungur leikari og bauð honum
til kaups enska útgáfu af leikritum
Shakespeares.
— Mér þykir leitt að þurfa að
láta þessa útgáfu af hendi. En ég
er afskaplega blankur núna. Á
hverju einasta kvöldi les ég eitthvað
úr verkum meistarans, og satt að
segja er mér afskaplega sárt að
þurfa að láta bókina af hendi.
Leikarinn tók við peningunum og
sendi bókinni saknaðarfullt augna-
ráð. Síðan gekk hann út úr búðinni.
— Þér virtust ekki hafa mikla
samúð með þessum unga manni,
sagði gamall viðskiptavinur við
Grandsgaard-Christensen, þegar
ungi leikarinn var farinn.
— Var nokkur ástæða til þess?
spurði kaupmaðurinn og brosti. —
Það er ekki einu sinni búið að skera
upp úr bókinni!
—0—
EINN AF betriborgurum þessa bæj-
ar var að fara í konungsveizlu og
var kominn í kjól og hvítt og bú-
inn að festa á sig allar orðurnar
sínar. Átta ára gamall sonur hans
stóð álengdar og fylgdist með föð-
ur sínum.
— Jæja, er ég nú ekki orðinn
fínn? sagði faðirinn og strauk orð-
urnar á brjóstkassanum.
— Nöj, svaraði strákur.
— Heldurðu að kóngurinn sé
fínni?
— Kóngurinn? át strákurinn eftir
föður sínum og setti upp hneyksl-
unarsvip. — Nei, hann er nú bara
eins og. lögregluþjónn og stundum
er hann bara eins og venjulegur
maður.
— Hver er þá fínn? spurði faðir-
inn.
Augu drengsins ljómuðu af
ánægju, þegar hann svaraði um
hæl:
— Lúðrasveitarmennirnir!