Úrval - 01.09.1970, Side 58

Úrval - 01.09.1970, Side 58
56 ÚRVAL an atburð, hljóðar svo: „í september byrjaði ég á heroini. Ég saug það upp í nefið. Ég varð mjög aumur eftir að hafa klárað úr hálfum poka, og ég hét því að gera slíkt aldrei aftur. En í lok þessarar viku hafði ég komizt fimm sinnum í stuð. Mér fannst ég vera heljarmikill karl og fœr í flestan sjó. Ég var í sjöunda himni.‘“ Þetta haust var sem ein óendan- leg martröð. Mark var algerlega skeytingarlaus um skólanámið. Hann varð sífellt andsnúnari okkur heima og fyrirleit allar uppástung- ur okkar um, að hann legði harðar að sér við námið eða flæktist ekki alveg eins mikið um með hinum nýja kunningjahóp sínum. Hann var farinn að skrópa í skólanum æ ofan í æ. .Stundum fór hann úr skólanum, áður en kennslustundum var lokið. Oft lét hann undir höfuð leggjast að skila verkefnum. Og fyrsta ein- kunnaspjald hans þetta haust var ömurlegt. Þar var skráður fjöldi fjarverutíma og fjarverudaga og alls konar vanræksla á öllum sviðum. Við rifumst stöðugt, þótt það væri algerlega þýðingarlaust. Við rifumst út af öllu mögulegu. Hann henti gys að áhyggjum okkar og bölvaði móð- ur sinni í sand og ösku. Ég setti hon- um úrslitakosti, sem fólu í sér ör- uggan ósigur fyrir mig, vegna þess að í þeim hótaði ég þvi, sem ég vildi alls ekki, að kæmi fyrir: ,,Ef þú hættir í skólanum, ferðu um leið burt af heimilinu.“ Og hið kæru- ieysislega svar hans hljóðaði bara á þessa leið: „Og hvað um það?“ Ég gerði mér grein fyrir því, beizkur í skapi, að ég hafði misst stjórn á syni mínum og einnig sjálf- um mér. Sú vitneskja lagði allt það í rúst, sem ég hafði verið að reyna að byggja upp síðustu 16 árin sem faðir Marks. Konan mín varð að þola vítiskvalir móður, sem verður að horfa upp á það, að framtíðar- draumarnir um heill og frama son- arins verða að engu. Við gerðum okkur í raun og veru ekki grein fyrir því, hvað var að gerast innra með honum, en reyndum allt hvað við gátum til þess að snúa þessari óheillaþróun við. Og því réðumst við hvort gegn öðru. Hún ásakaði mig fyrir, að ég væri of harður við hann. Og ég sagði að hún væri allt of eftirlát gagnvart honum. Hún sagði, að hann hefði ógeð á mér, þegar ég drykki. Og ég sagði. að hann gæti ekki þolað þetta lær- dómsæði í henni. „ÞÝÐINGARLAUST“ Við ákváðum að leita „hjálpar sérfræðings“, þegar Mark var vísað úr skóla um stundarsakir. Sérfræð- ingurinn, sem við leituðum til, var sálfræðingur, sem starfaði á vegum skólanna í bænum. Eftir löng viðtöl við Mark tilkynnti hann okkur, að hann gæti ekki greint nein merki þess, að Mark notaði eiturlyf né ætti við nokkra persónuleikatrufl- un að etja. Hann sagði, að Mark hefði ekki við nein veruleg vanda- mál að stríða að undanteknu einu. Hann sagði, að hann væri mjög van- sæll í skólanum, sem hann væri í, og því væri kannski betra, að hann skipti um skóla og eignaðist nýja vini í nýju umhverfi. Jú, hann bætti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.