Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 58
56
ÚRVAL
an atburð, hljóðar svo: „í september
byrjaði ég á heroini. Ég saug það
upp í nefið. Ég varð mjög aumur
eftir að hafa klárað úr hálfum poka,
og ég hét því að gera slíkt aldrei
aftur. En í lok þessarar viku hafði
ég komizt fimm sinnum í stuð. Mér
fannst ég vera heljarmikill karl og
fœr í flestan sjó. Ég var í sjöunda
himni.‘“
Þetta haust var sem ein óendan-
leg martröð. Mark var algerlega
skeytingarlaus um skólanámið.
Hann varð sífellt andsnúnari okkur
heima og fyrirleit allar uppástung-
ur okkar um, að hann legði harðar
að sér við námið eða flæktist ekki
alveg eins mikið um með hinum
nýja kunningjahóp sínum. Hann var
farinn að skrópa í skólanum æ ofan
í æ. .Stundum fór hann úr skólanum,
áður en kennslustundum var lokið.
Oft lét hann undir höfuð leggjast að
skila verkefnum. Og fyrsta ein-
kunnaspjald hans þetta haust var
ömurlegt. Þar var skráður fjöldi
fjarverutíma og fjarverudaga og alls
konar vanræksla á öllum sviðum.
Við rifumst stöðugt, þótt það væri
algerlega þýðingarlaust. Við rifumst
út af öllu mögulegu. Hann henti gys
að áhyggjum okkar og bölvaði móð-
ur sinni í sand og ösku. Ég setti hon-
um úrslitakosti, sem fólu í sér ör-
uggan ósigur fyrir mig, vegna þess
að í þeim hótaði ég þvi, sem ég vildi
alls ekki, að kæmi fyrir: ,,Ef þú
hættir í skólanum, ferðu um leið
burt af heimilinu.“ Og hið kæru-
ieysislega svar hans hljóðaði bara
á þessa leið: „Og hvað um það?“
Ég gerði mér grein fyrir því,
beizkur í skapi, að ég hafði misst
stjórn á syni mínum og einnig sjálf-
um mér. Sú vitneskja lagði allt það
í rúst, sem ég hafði verið að reyna
að byggja upp síðustu 16 árin sem
faðir Marks. Konan mín varð að
þola vítiskvalir móður, sem verður
að horfa upp á það, að framtíðar-
draumarnir um heill og frama son-
arins verða að engu. Við gerðum
okkur í raun og veru ekki grein
fyrir því, hvað var að gerast innra
með honum, en reyndum allt hvað
við gátum til þess að snúa þessari
óheillaþróun við. Og því réðumst
við hvort gegn öðru. Hún ásakaði
mig fyrir, að ég væri of harður við
hann. Og ég sagði að hún væri allt
of eftirlát gagnvart honum. Hún
sagði, að hann hefði ógeð á mér,
þegar ég drykki. Og ég sagði. að
hann gæti ekki þolað þetta lær-
dómsæði í henni.
„ÞÝÐINGARLAUST“
Við ákváðum að leita „hjálpar
sérfræðings“, þegar Mark var vísað
úr skóla um stundarsakir. Sérfræð-
ingurinn, sem við leituðum til, var
sálfræðingur, sem starfaði á vegum
skólanna í bænum. Eftir löng viðtöl
við Mark tilkynnti hann okkur, að
hann gæti ekki greint nein merki
þess, að Mark notaði eiturlyf né
ætti við nokkra persónuleikatrufl-
un að etja. Hann sagði, að Mark
hefði ekki við nein veruleg vanda-
mál að stríða að undanteknu einu.
Hann sagði, að hann væri mjög van-
sæll í skólanum, sem hann væri í,
og því væri kannski betra, að hann
skipti um skóla og eignaðist nýja
vini í nýju umhverfi. Jú, hann bætti