Úrval - 01.09.1970, Page 63
BARÁTTA SONAR MÍNS VIÐ HEROINIÐ
61
Ég er stöðugt að velta því fyrir
mér, hver muni vera ástæðan fyrir
þessum ósköpum. En ég er aldrei
viss um, hvort ég er nokkru nær
þrátt fyrir allar mínar vangaveltur.
Það er ekki nóg að segja, að hann
hafi verið veikgeðja, eða að við
hjónin höfum á einhvern hátt grafið
undan styrk hans eða að um sam-
bland hvors tveggja hafi verið að
ræða. Það er orðið svo mikið um
slíka unglinga núna þarna úti í
myrkrinu, að mig grunar, að það sé
eitthvað illt afl þar á kreiki, sem
færist sífellt í aukana.
En núna finn ég ékki lengur löng-
un til þess að velta þessu fyrir mér,
hvað Mark snertir. Við tökum nú
hlutunum eins og þeir eru og gleðj-
umst yfir hverjum degi, sem líður
slysalaust. Síðan hefst annar dagur,
en það býst enginn við neinni
ábyrgðartryggingu gegn ógæfunni
lengur. Við ábyrgjumst ekkert leng-
ur. Það er eins og svipur hans breyt-
ist með hverjum deginum, sem líður,
og hann líkist meira þeim Mark, sem
hann áður var. Og þetta nægir mér
sem stendur. Ég held, að sonur minn
sé nú loks að koma heim ... eftir
langa fjarveru.
1 smábæ einum í vesturhluta Tennesseefylkis eru að vísu ekki neinar
risakjöribúðir, en þai er þó um að ræða sjálfsafgreiðslufyrirtæki', sem
bæjarbúar eru eindregið hvattir til þess að notfæra sér.
Við hliðargötu eina stendur lítið og snoturt hús, sem Mtur út svipað
bilskúr. Skilti, sem stendur ofan á húsinu, gefur til kynna, að þarna sé
Sjálfboðaliðsslökkviliðið til húsa. Og á ihurðinni er annað skilti, og á því
næsta standa þessi orð: ,,Ef um eldsvoða er að ræða, opnið þá hurðina og
takið bílinn."
Frú John McConnico.
Ég hafði nýlega verið kvödd til bess að sitja í kviðdómi í fyrsta skipti
á ævinni og kveið mjög fyrir því. Mundi ég reynast fær um að vera
réttlát í flóknu máli? Ég vissi ekki, ibvort ég ætti að verða rólegri eða
enn ihræddari, þegar ein af samverkakonum mínum í kviðdóimnum hvísl-
aði að mér þessum orðum i hléi einu, er framburður vitna hafði þegar
staðið yfir i tvo heila daga: „Ég er orðin hálfringluð í þessu öllu. Það
virðist sem þessir tveir lögfræðingar geti jafnvel ekki verið á sömu
skoðun í málinu."
Mary S. Hill.
Ég ætlaði að hringja í bankann, en valdi skakkt númer. Það mátti
greina það á rödd mannsins, sem í símann kom, að -hann var allroskinn.
Þegar ég spurði hann að því, hvort þetta væri í bankanum, svaraði
hann og andvarpaði um leið: ,,Ja, bara að svo væri, frú mín góð!“
Frú Wayne L. Nelson.