Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 107

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 107
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI 105 um í stefnu Bretlands gagnvart ný- lendunum. Nokkrum dögum síðar birtist stórkostleg frétt í blaðinu „Public Advertiser“, og bar hún fyrirsögn- ina: TILSKIPUN PRÚSSAKON- UNGS. í grein þessari lýsti Friðrik hinn mikli, konungur Prússlands, yfir því með konunglegu flúrmáli, að „heiminum væri það vel kunn- ugt,“ að England væri nýlenda Þýzkalands. Og þar eð nýlendan „gæfi af sér mjög lítinn ágóða,“ til- kynnti Friðrik, að nú skyldi lagður 414% tollur á allar vörur, sem flutt- ar yrðu út frá Englandi eða inn í landið. I tilskipun þessari var lýst yfir því, að öll skip, sem væru á leið til Stóra-Bretlands, yrðu hér eftir stöðvuð í hafnarborginni Könings- berg, „til þess að hægt yrði að leita í þeim og leggja á ofangreinda tolla“. Enn fremur gat þar að líta eftirfarandi klausu: „Alla þá þjófa, ræningja, falsara, morðingja og þorpara, sem hafa fyrirgert lífi sínu samkvæmt lögum Prússlands en vér álítum ekki rétt að hengja vegna vorrar miklu mildi, á að flytja úr fangelsum vorum til ofangreindrar eyjar, Stóra-Bretlands, til endur- bóta og eflingar landnáms þar í landi.“ Naprasta háðglósan rak svo lest- ina í lok þessarar tilskipunar, er konungur lýsti yfir þessu á mildi- legan hátt: „Allir íbúar ofan- greindra eyja eru varaðir við því að sýna framkvæmd þessarar tilskip- unar nokkurn mótþróa, þar eð slík- ur mótþrói skoðast sem landráð, en allir þeir, sem grunaðir eru um slík- an verknað, munu verða fluttir í böndum frá Bretlandi til Prússlands, þar sem þeir verða svo dregnir fyrir dómstólana og teknir af lífi sam- kvæmt prússneskum lögum.“ Franklin hélt burt frá Lundúnum, áður en greinar þessar birtust. Hann hafði orðið vinur Le Despencer lá- varðar og dvaldi nú um hríð á óðali hans í West Wycombe. Franklin var staddur í morgunverðarsalnum og var þar að ræða við lávarðinn og nokkra gesti, þegar Lundúnablöðin bárust. Paul Whitehead, sem var velþekkt ljóðskáld á þeim tíma, kom æðandi inn í salinn. „Hér koma stórfréttir!“ hrópaði hann. „Hér lýsir konungur Prúss- lands yfir rétti sínum til þessa kon- ungsdæmis!“ Allir störðu á Whitehead án þess að trúa eigin eyrum. Franklin, sem var góður leikari, tókst að verða eins undrandi á svipinn og aðrir viðstaddir. Whitehead var aðeins búinn að lesa tvær eða þrjá fyrstu klausurnar upphátt, þegar einn við- staddra greip fram í fyrir honum og tók að úthúða Prússakonungi hressilega: „Megi andskotinn eiga hann og ósvífni hans! Ég þori að ábyrgjast, að næst fréttum við, að hann sé lagður af stað hingað með hundrað þúsund manna lið!“ En eftir því sem Whitehead mið- aði betur áfram við lesturinn, greindi hann sífellt betur hið ná- kvæma samræmi, sem var milli krafa Prússlands og réttinda þeirra, sem brezka þingið áleit Bretland hafa í amerísku nýlendunum. Skyndilega leit hann í augu Frank- lins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.