Úrval - 01.09.1970, Page 113

Úrval - 01.09.1970, Page 113
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI 111 Englandi. Og nú ásakaði hann sjálf- an sig fyrir að hafa ekki snúið heim fyrr. Hann hafði líka áhyggjur af því, hversu þeir William fjarlægð- ust stöðugt hvorn annan. Það var mikið skrifað í amerískum blöðum um meðferð Leyndarráðsins á Franklin, en William hafði samt haldið áfram að vera jafn konung- hollur og fyrr. Sorgin hafði mjög slæm áhrif á taugar Franklins og enn fremur misklíðin milli Bret- lands og amerísku nýlendnanna, sem versnaði stöðugt, svo að það leit helzt út fyrir, að þetta endaði með styrjöld. Hann ákvað því að fara heim. Síðasta daginn í Lundúnum heim- sótti hann Joseph Priestley, sinn gamla vin. Franklin var í mikilli geðshræringu, næstum því uppnámi, vegna hins væntanlega aðskilnaðar. Þeir lásu dagblöð, sem voru nýkom- in til Lundúna frá nýlendunum í Ameríku. Og Franklin benti vini sínum á, hvaða greinar gætu gert nýlendunum mest gagn, ef þær yrðu birtar í enskum blöðum. Þetta var síðasta tilraun hans í Englandi til þess að leggja sinn skerf af mörkum fyrir málstað Ameríku með því að reyna að hafa áhrif á almennings- álitið, en honum fannst, sem honum hefði algerlega mistekizt slíkt hlut- verk. „Hvað eftir annað yfirbugað- ist hann, svo að hann mátti ekki mæla, en tárin runnu bókstaflega niður kinnar hans,“ sagði Priestley síðar. Franklin hélt til Ameríku með skipi frá Pennsylvaniu. Á leiðinni gerði hann ýmsar athuganir á Golf- straumnum. Þessi furðulega úthafsá hafði töfrað hann í fyrri ferðum hans yfir hafið. Nú sökkti hann hita- mælum niður í djúpin og tók sýnis- horn af sjávarvatninu öðru hverju. Fyrir mörgum árum hafði einn frændi hans skýrt honum frá því, að amerískir skipstjórar væru fljót- ari í förum yfir hafið en þeir brezku, vegna þess að þeir kynnu að not- færa sér straumstefnu Golfstraums- ins. Franklin komst nú að þeirri nið- urstöðu, að þetta væri rétt. Og hann áleit, að bezta ráðið til þess að kom- ast að því, hvort skip væri statt í Golfstraumnum, væri einfaldiega það, að búa það hitamælum og mæla hitastig sjávarins öðru hverju. Þetta var mjög þýðingarmikil vísindaleg uppgötvun, en Franklin beið um sinn með að kunngera hana opin- berlega. Hann kærði sig ekkert um, að brezkum herskipum miðaði bet- ur yfir Atlantshafið en hingað til. Franklin kom til Fíladelfíu þ. 5. maí árið 1775. Fyrstu fréttirnar, sem bárust honum til eyrna, voru ein- mitt þær, sem hann hafði óttazt mest. Fyrir fimmtán dögum höfðu bardagar hafizt í Lexington í Massa- chusetts. Styrjöldin var byrjuð. KULDALEG ÞÖGN Daginn eftir heimkomuna var Franklin gerður að meðlimi Full- trúanefndar Pennsylvaniu hjá Meg- inlandsþinginu. Hann var nú orðinn sjötugur, en samt tók hann til að vinna eins og húðarjálkur að hinum nýju verkefnum sínum. Hann starfaði í tíu nefndum á Meginlandsþinginu. Hann ræddi við hershöfðingja og verkfræðinga um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.