Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 113
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI
111
Englandi. Og nú ásakaði hann sjálf-
an sig fyrir að hafa ekki snúið heim
fyrr. Hann hafði líka áhyggjur af
því, hversu þeir William fjarlægð-
ust stöðugt hvorn annan. Það var
mikið skrifað í amerískum blöðum
um meðferð Leyndarráðsins á
Franklin, en William hafði samt
haldið áfram að vera jafn konung-
hollur og fyrr. Sorgin hafði mjög
slæm áhrif á taugar Franklins og
enn fremur misklíðin milli Bret-
lands og amerísku nýlendnanna,
sem versnaði stöðugt, svo að það leit
helzt út fyrir, að þetta endaði með
styrjöld. Hann ákvað því að fara
heim.
Síðasta daginn í Lundúnum heim-
sótti hann Joseph Priestley, sinn
gamla vin. Franklin var í mikilli
geðshræringu, næstum því uppnámi,
vegna hins væntanlega aðskilnaðar.
Þeir lásu dagblöð, sem voru nýkom-
in til Lundúna frá nýlendunum í
Ameríku. Og Franklin benti vini
sínum á, hvaða greinar gætu gert
nýlendunum mest gagn, ef þær yrðu
birtar í enskum blöðum. Þetta var
síðasta tilraun hans í Englandi til
þess að leggja sinn skerf af mörkum
fyrir málstað Ameríku með því að
reyna að hafa áhrif á almennings-
álitið, en honum fannst, sem honum
hefði algerlega mistekizt slíkt hlut-
verk. „Hvað eftir annað yfirbugað-
ist hann, svo að hann mátti ekki
mæla, en tárin runnu bókstaflega
niður kinnar hans,“ sagði Priestley
síðar.
Franklin hélt til Ameríku með
skipi frá Pennsylvaniu. Á leiðinni
gerði hann ýmsar athuganir á Golf-
straumnum. Þessi furðulega úthafsá
hafði töfrað hann í fyrri ferðum
hans yfir hafið. Nú sökkti hann hita-
mælum niður í djúpin og tók sýnis-
horn af sjávarvatninu öðru hverju.
Fyrir mörgum árum hafði einn
frændi hans skýrt honum frá því,
að amerískir skipstjórar væru fljót-
ari í förum yfir hafið en þeir brezku,
vegna þess að þeir kynnu að not-
færa sér straumstefnu Golfstraums-
ins.
Franklin komst nú að þeirri nið-
urstöðu, að þetta væri rétt. Og hann
áleit, að bezta ráðið til þess að kom-
ast að því, hvort skip væri statt í
Golfstraumnum, væri einfaldiega
það, að búa það hitamælum og mæla
hitastig sjávarins öðru hverju. Þetta
var mjög þýðingarmikil vísindaleg
uppgötvun, en Franklin beið um
sinn með að kunngera hana opin-
berlega. Hann kærði sig ekkert um,
að brezkum herskipum miðaði bet-
ur yfir Atlantshafið en hingað til.
Franklin kom til Fíladelfíu þ. 5.
maí árið 1775. Fyrstu fréttirnar, sem
bárust honum til eyrna, voru ein-
mitt þær, sem hann hafði óttazt
mest. Fyrir fimmtán dögum höfðu
bardagar hafizt í Lexington í Massa-
chusetts. Styrjöldin var byrjuð.
KULDALEG ÞÖGN
Daginn eftir heimkomuna var
Franklin gerður að meðlimi Full-
trúanefndar Pennsylvaniu hjá Meg-
inlandsþinginu. Hann var nú orðinn
sjötugur, en samt tók hann til að
vinna eins og húðarjálkur að hinum
nýju verkefnum sínum.
Hann starfaði í tíu nefndum á
Meginlandsþinginu. Hann ræddi við
hershöfðingja og verkfræðinga um