Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 118

Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 118
116 ÚRVAL son frá Virginíu fengið þetta hlut- verk í hendur. Jefferson beitti þeirri samninga- lipurð og sáttfýsi, sem gerði hann að miklum stjórnmálamanni, og sýndi hinum nefndarmönnunum uppkast- ið að Sjálfstæðisyfirlýsingunni. Franklin bar fram tillögu um nokkr- ar minni háttar breytingar. Ef til vill hefur hin þýðingarmesta þeirra verið, að í stað þessarar setningar Jefferson: „Við álítum þetta vera heilagar og óvefengjanlegar stað- reyndir“, hafði Franklin stungið upp á því, að koma skyldi: „Við álítum þetta vera sjálfsagðar stað- reyndir“. Franklin hófst handa við þing- störfin af endurnýjuðum krafti, eft- ir að Sjálfstæðisyfirlýsingin hafði verið birt og sjálfstæði nýlendnanna lýst yfir. Hann var önnum kafinn við störf sín hina röku og heitu daga júlí- og ágústmánaðar. Hann hvatti stöðugt þingmennina til þess að hugsa málin af gaumgæfni, er þeir sköpuðu þjóð, þannig að þeir sköp- uðu þjóð, er fengi staðizt. En á eftir sjálfstæðissigrinum fylgdi næstum algert öngþveiti vegna skorts á ein- ingu milli hinna ýmsu nýlendna. Eftir fimm vikna umræður hafði Meginlandsþingið ekki getað kom- ið sér saman um neinar ráðstafanir, hvað snerti skatta og gjöld, þing- fulltrúaval eða framkvæmdarvald. Þá bárust skyndilega ógnvekjandi fréttir frá vígstöðvunum. Þ. 27. ágúst unnu Bretar stórsigur á her Wash- ington á Lönguey, og tókst hernum með mestu naumindum að flýja til Manhattan að næturlagi. Og tæpum mánuði síðar flúðu Ameríkumenn sem fætur toguðu undan brezku her- mönnunum við Kipsflóa. Segja mátti, að þeir hefðu skilið Washing- ton sem sagt aleinan eftir á víg- vellinum. Hann var sem þrumu lost- inn yfir þessum ósköpum. Það var augsýnilegt, að Ameríka þarfnaðist hjálpar, mikillar hjálpar. Þingið samþykkti með mikilli leynd að senda nokkra fulltrúa til Frakk- lands. Og við fyrstu tilraun til at- kvæðagreiðslu var sá Ameríkumað- ur einróma valinn, sem líklegastur var til þess að geta haft áhrif á Gamla heiminn, þ.e. Ben Franklin. Þessi ákvörðun kom illa við Franklin. Hún þýddi, að hann yrði að leggja upp í ferð yfir Atlants- hafið að vetrarlagi, en slík ferð gat orðið dauðadómur yfir manni á hans aldri. Hann vissi einnig, að tæki brezkt herskip hann til fanga, gat hann búizt við dauðadaga landráða- manns, dinglandi í kaðalspotta. En hollusta Franklins við málstað Ameríku var alger. Að atkvæða- greiðslunni lokinni sneri hann sér að dr. Benjamín Rush, sem sat við hlið honum. „Eg er gamall og einskisnýtur," sagði Franklin. „En ég segi nú það sama og kaupmennirnir segja um taubútana sína: „Ég er ekki annað en úrgangsstubbur, og þið getið fengið mig fyrir það, sem ykkur sjálfum sýnist. Ættjörð mín getur gefið mér hverjar þær fyrirskipan- ir, sem henni sýnist.“ Nokkrum dögum fyrir brottför sína veðsetti Franklin eignir sínar í Fíladelfía og útvegaði gegn veði þessu eins stór lán og frekast var unnt, þ.e um 4000 pund. Og fé þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.