Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 119

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 119
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNl 117 lánaði hann svo ameríska þinginu í þeirri von, að aðrir mundu gera slíkt hið sama. Svo sigldi hann af stað til Evrópu á skútunni „Reprisal“ (Hefndinni) þ. 27. október árið 1776. STJÓRNMÁLALEGUR SIGUR Helzta viðfangsefni Franklins í þessari sendiför til Evrópu var að koma á bandalagi við Frakkland. Og hann vann að þessu í rúmt ár án nokkurs árangurs. Frakkland vildi ekki láta draga sig inn í von- lausa styrjöld við England, enda voru það eingöngu slæmar fréttir, sem bárust frá amerísku vígstöðv- unum eftir komu Franklins til Ev- rópu. Haustið 1777 bárust svo ógn- vekjandi fréttir til Evrópu: William Howe hershöfðingi hafði tekið Fíla- delfíu. Þ. 4. desember hitti Franklin þá Silas Deane og Arthur Lee, hina tvo meðlimi amerísku sendinefndarinn- ar í Frakklandi. Orðrómur hafði borizt um það til Parísar, að með nýkomnu amerísku skipi hefði kom- ið sendiboði með opinberar orðsend- ingar til nefndarmannanna þriggia. Þeir ræddu nýjustu fréttir frá Ame- riku, meðan þeir biðu sendiboðans í íbúð Franklins í Passy. Þeir héldu ser dauðahaldi eins og drukknandi menn, í síðasta hálmstráið, þ.e. að sagan um töku Fíladelfíu væri að- eins uppspuni frá Bretum. Franklin þaut út, strax og hann heyrði í vagnhjólum úti í húsagarð- inum. Hann spurði æstri röddu: „Herra, hefur Fíladelfía verið tek- in?“, áður en sendiboðanum gafst tóm til þess að kynna sig. Hann var Jonathan Austin, ritari Herráðs Massachusetts. ,,Já, herra,“ svaraði Austin. Franklin stundi við og sneri sér undan. Svo bætti Austin við: „En, herra, ég hef enn meiri fréttir að færa yður. Brezki hershöfðing- inn Burgoyne og allur her hans hef- ur verið tekinn til fanga!“ Franklin togaði Austin með sér inn í húsið. Hann þreif orðsending- arnar upp úr bréfapokum hans með titrandi höndum. Stórsókn Breta hafði verið stöðvuð og brotin á bak aftur við Saratoga! Franklin og starfsbræður hans tóku strax að út- búa orðsendingar, þar sem skýrt var frá fréttum þessum. Þýðingarmesta orðsendingin var send til franska utanríkisráðherrans, de Vergennes greifa í Versölum. Greifinn sendi Franklin heilla- óskir sínar og iýsti því jafnvel yfir, að hann áliti, að nú væri kominn tími til þess að koma aftur fram með uppástunguna um bandalag Frakk- lands og Ameríku. En þegar Frank- lin hafði gert slíkt, tilkynnti Ver- gennes honum það ósköp rólega, að Frakkland gæti ekkert aðhafzt án samþykkis Spánar, þar eð Spánar- konungur væri náskyldur Lúðvíki 16. Hann sagði, að „fjölskyldusamn- ingur“ þeirra bannaði þeim að ganga í bandalög án gagnkvæms samþykk- is ríkja þeirra. Og nokkrum vikum síðar komst Franklin að bví, að Spánn vildi ékki beriast fyrir siálf- stæði Ameríku. Nú heyrðist ekkert framar frá Vergennes greifa. Franklin ákvað að hætta á örvæntingarfullt stjórn- kænskubragð. Paul Wentworth, yf- irmaður ensku leyniþjónustunnar í Frakklandi, hafði verið að reyna að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.