Úrval - 01.09.1970, Side 120
118
ÚRVAL
ná fundi Franklins dögum saman.
Bæði Vergennes greifi og Franklin
vissu ofur vel, hvað Wentworth
vildi.. Ósigur brezka hershöfðingj-
ans Burgoyne hafði valdið ofsa-
hræðslu í brezka ráðuneytinu, og
Wentworth var fyrirskipað að ræða
möguleikana á vopnahléi við Frank-
lin. Franklin ákvað skyndilega að
veita Wentworth áheyrn, þar eð
hann heyrði ekkert frekar frá Ver-
% gennes greifa.
í tvær klukkustundir samfleytt
reyndi yfirmaður brezku leyniþjón-
ustunnar allt hvað hann gat til þess
að fá Franklin til þess að samþykkja
vopnahlé. Hann skjallaði hann, rök-
ræddi og reifst við hann og reyndi
allar hugsanlegar fortölur. En svar
Franklins var ákveðið. Hann krafð-
ist sjálfstæðis. Önnur skilyrði komu
ekki til greina. Wentworth tók þá
upp óundirskrifað bréf frá William
Eden, yfirmanni allrar leyniþjón-
ustu Bretlands. í bréfi þessu lýsti
Eden yfir því, að England væri
reiðubúið að berjast í heilan áratug
í viðbót heldur en að veita nýlend-
unum sjálfstæði.
Franklin sagði þá snögglega:
„Ameríka er reiðubúin til þess að
berjast í hálfa öld í viðbót til þess
að vinna þá stjmjöld!"
Síðan lét Franklin Wentworth frá
sér fara, en lét það viljandi undir
höfuð leggjast að skýra Vergennes
greifa frá samtalinu. Þegar njósnar-
ar greifans tilkynntu honum að
menn þessir hefðu hitzt, minntist
greifinn þess, að Franklin hafi
ætíð skýrt honum nákvæmlega frá
öllum viðbrögðum og tilraunum
Breta hingað til. Hann kallaði hið
fyrsta saman franska Ráðherraráðið
og varaði þá við því, að England
legði augsýnilega hart að Ameríku
að gera vopnahlé og því kynni
Frakkland nú að verða af hinum
mikla ávinningi, sem fólginn væru í
verzlun og viðskiptum við hið ný-
stofnaða ríki. Hann lýsti því yfir,
að nú væri kominn tími til fyrir
Frakkland að hefjast handa, og Ráð-
ið samþykkti tafarlaust að ganga í
bandalag við Ameríku.
Næst dag var Franklin tilkynnt,
að Lúðvík konungur 16. hefði gefið
persónulegt loforð um að undirrita
bandalagssamninginn, hvað sem
hinn spænski frændi hans hefði um
slíkt að segja. Franklin hafði reynzt
vera jafnslyngur og slyngustu
stjórnmálamenn Evrópu, ef ekki
slyngari...
GJALDTÐ FYRIR SJÁLFSTÆÐIÐ
Samkvæmt bandalagssamningi
þeim, sem Franklin hafði nú gert
við Frakkland, voru franskar birgð-
ir og hergögn send til Ameríku
ásamt frönskum hermönnum. Þar að
auki tókst Franklin að kría út úr
frönskum fjárhirzlum lán og gjafir,
er námu milljónum dollara. Smám
saman breyttist hernaðarstaðan
Ameríku í vil. Og aðfaranótt 20.
nóvember árið 1781 bárust Franklin
fréttir af ósigri Breta við Yorktown.
Þrem dögum síðar voru svo hafnar
friðarumleitanir af hálfu Breta fyrir
milligöngu gamals vinar hans í Lun-
dúnum.
„Hin þyrsta þjóð yðar hefur ekki
enn drukkið nóg af blóði voru!‘‘
skrifaði Franklin í svarbréfi sínu.
Hann vissi, að konungur og flestir