Úrval - 01.09.1970, Síða 120

Úrval - 01.09.1970, Síða 120
118 ÚRVAL ná fundi Franklins dögum saman. Bæði Vergennes greifi og Franklin vissu ofur vel, hvað Wentworth vildi.. Ósigur brezka hershöfðingj- ans Burgoyne hafði valdið ofsa- hræðslu í brezka ráðuneytinu, og Wentworth var fyrirskipað að ræða möguleikana á vopnahléi við Frank- lin. Franklin ákvað skyndilega að veita Wentworth áheyrn, þar eð hann heyrði ekkert frekar frá Ver- % gennes greifa. í tvær klukkustundir samfleytt reyndi yfirmaður brezku leyniþjón- ustunnar allt hvað hann gat til þess að fá Franklin til þess að samþykkja vopnahlé. Hann skjallaði hann, rök- ræddi og reifst við hann og reyndi allar hugsanlegar fortölur. En svar Franklins var ákveðið. Hann krafð- ist sjálfstæðis. Önnur skilyrði komu ekki til greina. Wentworth tók þá upp óundirskrifað bréf frá William Eden, yfirmanni allrar leyniþjón- ustu Bretlands. í bréfi þessu lýsti Eden yfir því, að England væri reiðubúið að berjast í heilan áratug í viðbót heldur en að veita nýlend- unum sjálfstæði. Franklin sagði þá snögglega: „Ameríka er reiðubúin til þess að berjast í hálfa öld í viðbót til þess að vinna þá stjmjöld!" Síðan lét Franklin Wentworth frá sér fara, en lét það viljandi undir höfuð leggjast að skýra Vergennes greifa frá samtalinu. Þegar njósnar- ar greifans tilkynntu honum að menn þessir hefðu hitzt, minntist greifinn þess, að Franklin hafi ætíð skýrt honum nákvæmlega frá öllum viðbrögðum og tilraunum Breta hingað til. Hann kallaði hið fyrsta saman franska Ráðherraráðið og varaði þá við því, að England legði augsýnilega hart að Ameríku að gera vopnahlé og því kynni Frakkland nú að verða af hinum mikla ávinningi, sem fólginn væru í verzlun og viðskiptum við hið ný- stofnaða ríki. Hann lýsti því yfir, að nú væri kominn tími til fyrir Frakkland að hefjast handa, og Ráð- ið samþykkti tafarlaust að ganga í bandalag við Ameríku. Næst dag var Franklin tilkynnt, að Lúðvík konungur 16. hefði gefið persónulegt loforð um að undirrita bandalagssamninginn, hvað sem hinn spænski frændi hans hefði um slíkt að segja. Franklin hafði reynzt vera jafnslyngur og slyngustu stjórnmálamenn Evrópu, ef ekki slyngari... GJALDTÐ FYRIR SJÁLFSTÆÐIÐ Samkvæmt bandalagssamningi þeim, sem Franklin hafði nú gert við Frakkland, voru franskar birgð- ir og hergögn send til Ameríku ásamt frönskum hermönnum. Þar að auki tókst Franklin að kría út úr frönskum fjárhirzlum lán og gjafir, er námu milljónum dollara. Smám saman breyttist hernaðarstaðan Ameríku í vil. Og aðfaranótt 20. nóvember árið 1781 bárust Franklin fréttir af ósigri Breta við Yorktown. Þrem dögum síðar voru svo hafnar friðarumleitanir af hálfu Breta fyrir milligöngu gamals vinar hans í Lun- dúnum. „Hin þyrsta þjóð yðar hefur ekki enn drukkið nóg af blóði voru!‘‘ skrifaði Franklin í svarbréfi sínu. Hann vissi, að konungur og flestir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.