Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 3
FORSPJALL
„VETURINN 1908 veiktist Elías
alvarlega aj barnaveiki, og sam-
kvæmt lœknisráði seldi hann bú-
garðinn. Þeim Walt og Roy var fal-
ið að útbúa auglýsingaskilti, þar
sem auglýst var uppboð á búgarðin-
um og festu þeir skilti upp á áber-
andi stöðum. Walt gerði sér góða
grein fyrir því, hvað auglýsingar
þessar táknuðu, þótt ungur væri.
Honum var Ijóst, að hann yrði að
yfirgefa búgarðinn, akrana og hag-
ana og síðast en ekki sízt leikfélaga
sína — dýrin. Hann fór að gráta.
Og Roy gat alls ekki huggað hann,
hvernig sem hann reyndi.
Uppboðið var háldið viku síðar.
Það var á laugardagsmorgni og kalt
í veðri. Þegar þeir Walt og Roy
voru á gangi eftir Aðalstrœti í bœn-
um Marceline skömmu síðar, sem
var nœsti bœr við búgarðinn, heyrðu
þeir ákaft hnegg. Þeir voru ósköp
daprir í bragði. Og þarna stóð einn
af uppáhaldsfolunum hans Walts
bundinn við kerru. Bóndi einn í
nágrenninu hafði keypt hann. Og
Walt þaut af stað til folans, áður en
Roy tókst að halda aftur af honum.
Walt faðmaði folann að sér og út-
hellti heitum tárum yfir faxið á
honum. Þaö var sem hjurta hans
vœri að bresta. Roy hvatti hann til
að koma burt, en Walt anzaði því
engu. „Komdu, Walt,“ sagði Roy ...
„Þú gleymir þessu bráðumÞ
ÞETTA ER OFURLÍTIÐ brot úr
bókinni í þessu hefti, en hún fjallar
um líf og starf Walt Disneys. Dis-
ney gleymdi aldrei ofangreindu at-
viki. Hluti bernsku hans var horfinn
með öllu, dáinn og grafinn. Hann
átti eftir að eyða allri ævi sinni í
að endurskapa þennan bernsku-
draum sinn og unaðsdagana, þegar
hann átti heima á búgarðinum í Mis-
sourifylki.
ÞAÐ ER SANNARLEGA óhætt að
mœla með bókinni að þessu sinni.
Disney hefur haft áhrif á hugi barna
um allan heim síðustu áratugina.
Ævintýramyndir hans um Mjall-
hvít, Gosa og Oskubusku, svo að fá-
ein dœmi séu nefnd, eru fyrir löngu
orðin sígild verk, sem hver ný kyn-
/ —------------------------------------------------------------------------
*]-] Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Hilmir hf„
Skipholti 33, Reykjavík, pósthólf 533, sími 35320.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Afgreiðsla: Blaðadreif-
ing, Skipholti 33, sími 36720. Verð árgangs krónur
600,00. I lausasölu krónur 60,00 heftið. Prentun og bókband: Hilmir hf
Myndamót: Rafgraf hf.
V_______________________________________________:__________________________