Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 4
2
ÚRVAL
ÉG KÝS MÉR APRÍL
Ég kýs mér apríl,
hann er mér kær,
hið aldna fellur,
hið nýja grær,
það haggar friði,
en hvað um það!
þeim heill, sem ein-
hverju keppir að.
Ég kýs mér apríl,
hann er mér kær,
því öllum drunga
hann burtu slær,
og hefur krafta,
sem hugnast mér,
og hristir römm-
ustu fjötra’ af sér,
og við brosið hans
bráðnar hjarn,
og blessað sumarið
er barnið hans.
Björnstjerne Björnsson
Bjarni Jónsson þýddi
V__________________________/
slóð þarf að sjá. Og ekki má gleyma
þeim teiknipersónum, sem Disney
skóp sjálfur, Mikka mús, Andrési
Önd og ótalmörgum fleiri skemmti-
legum náungum. Þessar persónur
eiga sinn þátt í að gera dagblöð og
vikublöð eftirsótt og eru enn eftir-
lœti ungra sem gamalla í víðri ver-
öld.
AF ÖÐRUM greinum má nefna
Stefnuyfirlýsingu kvenréttindakonu,
en staða konunnar í þjóðfélaginu
er enn mjög til umræðu. Þá er grein
um Hinrik 8. og Önnu Boyleyn, en
líf hans og ástir komust á dagskrá í
tilefni sjónvarpsmyndaflokks, sem
sýndur var fyrr í vetur.
AÐ LOKUM mœtti nefna litla grein
aftast í þessu hefti, sem fjallar um
minnið. — Sú nýbreytni hefur verið
tekin upp hér á landi í skólamálum
að veita hverjum sem er heimild til
að ganga undir stúdentspróf, hvort
sem hann hefur tekið hið illræmda
landspróf eða ekki. Námsskeið fyr-
ir þá sem vilja þreyta stúdentspróf
utanskóla eru hafin fyrir nokkru.
Þátttakan í þeim varð svo mikil,
að forráðamenn lentu í standandi
vandrœðum. Þeir áttu alls ekki von
á slíkri aðsókn. En hún sýnir þörf-
ina og vilja manna til að menntast,
þótt þeir séu af léttasta skeiði. Öllu
þessu áhugasama fólki œtti greinin
um minnið að vera til hvatningar.
Niðurstaða hennar er nefnilega sú,
að minni manna hraki alls ekki
með aldrinum. Einnig er talið, að
minnið sé ekki eins misjaft hjá ein-
staklingum og hingað til hefur ver-
ið álitið.