Úrval - 01.12.1971, Side 9
HVERS VEGNA NÖLDRA KONUR?
7
líka oft hinn leyndi til-
gangur með nöldrinu.
Ef okkur finnst á okk-
ur ráðizt að einhverju
leyti, er ekki nema eðli-
legt, að við snúumst til
varnar eða hefjum gagn-
sókn. Annars bælast til-
finningarnar. Þetta á
ekki sízt við um eigin-
konur. Ef ég heyri konu
nöldra, verður mér fyrst
á að spyrja sjálfan mig:
Hvað skyldi yfirleitt
ama að þessari konu?
Og ef ég heyri eigin-
mann kvarta um, að
konan sín jagist í sér,
spyr ég hann, hvað komi
til.
Kannski svarar eigin-
maðurinn, að hann viti
það ekki. Ef svo er, þá
liggur ekkert beinna við
en að ráðleggja honum:
„Reyndu að komast að
því.“ En ef ég þykist
vita ástæðuna, þá spyr
ég hann, hvort hann
Við erum slegin blindu,
þegar við erum í nöldurs-
hamnum. Við erum
þú meira á valdi
tilfinninganna en
skynseminnar . . .
hafi látið konu sína vita
það. En menn gera það
ekki nærri alltaf En ég
held, að það sé til góðs.
Undir vissum kring-
umstæðum er þetta sér-
staklega mikilsvert.
Ungar eiginkonur eru
oft óöruggar með sjálf-
ar sig fyrst eftir að þær
hefja búskapinn, sér-
staklega séu þær ekki
hneigðar fyrir mat-
reiðslu eða ef tengda-
mömmuvandamál er til
staðar.
Seinna geta skapazt
vandamál áhrærandi
barnauppeldið, — og
jafnvel enn fremur eftir
að börnin eru uppkom-
in og farin að heiman og
móðirin fær á tilfinning-
una, að hún eigi ekki
eins mikil ítök í þeim
og áður. Það getur ver-
ið sár tilhugsun. Eg held
að þessu atriði sé ekki
gefinn gaumur, sem
skyldi
Enginn efi er á, að
eiginmaðurinn getur
komið hér til mikillar
hjálpar. En það ætti að
brýna fyrir börnunum,
að sýna móður sinni sem
mesta nærgætni undir
þessum kringumstæðum
og láta hana finna, að
hún sé ekki gleymd.
Börnin geta haldið sínu
sjálfstæði engu að síður.
En hvað á eiginkonan
að láta koma á móti?
Fyrst og fremst að vara
sig á nöldrinu, •— nöldra
fremur um smámuni en
það sem djúpstæðara er.
Það verður fremur fyr-
irgefið. Gott er að spyrja
sjálfan sig, þegar ergjan
kemur upp í manni og
mann langar til að láta
eitthvað miður fallegt
út úr sér: „Er skynsam-
legt að segja þetta? Er
þetta rétti tíminn til að