Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 19
MIRAGE — FRANSKA UNDRAÞOTAN
17
meira en tvöföldum hraða hljóðs-
ins.
Eftirlit með þotunni og viðhald
er svo einfalt, að það er hægt að
hafa Mirage-þotu til reiðu á tvisv-
ar til þrisvar sinnum skemmri tíma
en aðrar þotur. Þess vegna nýtast
þær svo vel. Mirage-þoturnar sem
ísraelsmenn notuðu í „Sexdaga-
stríðinu" náðu t. d. að fara 12 sinn-
um yfir Suez-skurðinn daglega og
kasta sínu banvæna hlassi á
egypzkar stöðvar. Egyptar trúðu
því ekki að Israelsmenn gætu ver-
ið einir á ferð, og héldu að eitt-
hvert erlent ríki styddi þá.
Þrátt fyrir það, að mikil áherzla
hafi verið lögð á að þota þessi næði
sem mestum hraða, krafti, þá er
vélin sérlega fögur. Þótt hún standi
kyrr á jörðu niðri, þá er útlit henn-
ar svo mikilfenglegt, fágað, straum-
línurnar svo yfirgnæfandi, að manni
finnst sem hún þjóti þegar með
hraða hljóðsins. Línur hennar eru
svo aflíðandi, að manni finnst sitja
þarna hættulaus fugl, þótt maður
viti að hún ber hættulegar sprengj-
ur, tvær þrjátíu millimetra fall-
byssur, eldflaugar og fjarstýrð
sprengjuskeyti. Hún er líka undar-
lega lítil. Ekki einn einasti fersenti-
metri í flugmannsklefanum er
ónýttur. „Maður fer upp í hana með
skóhorni," sagði flugmaður einn,
„hún lykst svo þétt um mann, að
maður verður hluti af vélinni.“
En maður kemst ekki að því,
hvað Mirage í raun og veru getur,
fyrr en hún þeytist, borast upp í
himininn með þvílíkum hávaða, að
manni finnst höfuðið ætla að
klofna. „Engin önnur þota veitir
manni þessa orkutilfinningu,“ sagði