Úrval - 01.12.1971, Side 30
28
ÚRVAL
holdi hans og blóði. Hertoginn af
Buckingham var svo óvarkár að
láta í ljós, að hann teldi sig standa
næst því að skyldleika að erfa krún-
una, „ef ekki gengi konunginum allt
að óskum,“ og fyrir þessi sviksam-
legu ummæli lét Hinrik taka hann
af lífi. Hinrik gerði Fitzroy að lög-
mætum syni sínum og útnefndi hann
hertoga af Richmond og setti hann
yfir alla hertoga ríkisins, en það
nægði ekki, hann varð að eignast
skilgetinn son.
Katrin gerðist öldruð. Hún sat
heima ásamt hirðkonum sínum,
saumaði og baðst fyrir.
Og þá var það, sem Hinrik veitti
Önnu Boleyn fyrst athygli.
Anna Boleyn (áður hafði nafnið
verið ritað á alþýðlegri hátt, Buli-
en) var fjörmikil stelpugála, að
nokkru af írskum uppruna, full af
Jífi og skemmtanafíkn. Hún hafði
stór, skær augu og svart glitrandi
hár. Hún hefur ekki hlotið lof fyrir
mikla fegurð, en fyrir mikinn ynd-
isþokka og gáska. Hið eina við hana,
sem var talið framúrskarandi fag-
urt var — eins og ills viti — háls-
inn. Hún hafði fengið uppeldi við
frönsku hirðina, og hún gat dansað
og sungið.
Langafi hennar hafði fengizt við
verzlun og orðið borgarstjóri Lun-
dúnaborgar. Fjölskyldan hafði
tengzt aðalsstéttinni með giftingum,
og faðir Önnu var einn hinna göf-
ugustu hirðmanna Hinriks.
Anna átti eldri systur, Maríu, sem
einnig hafði verið við frönsku hirð-
ina hjá Claude, drottningu Franz I.,
þegar sú hirð var hvað gtæsilegust.
María kom aftur til Englands, og
hafði verið í tygjum við Hinrik kon-
ung, sem þá var farinn að litast um
eftir skemmtun utan hjónabands.
Anna kom aftur til Englands
fimmtán ára gömul, úr frönsku and-
rúmslofti, til hirðar Tudoranna.
Hún átti í tveimur ástarævintýr-
um, sem oss er kunnugt um. í ann-
að skiptið með Percy lávarði, syni
jarlsins af Northumberlandi sem
vildi kvænast henni. Wolsey kardí-
náli, hægri hönd konungsins og
áhrifamesti maður ríkisstjórnarinn-
ar, gekk sjálfur í það að binda enda
á þetta samband, hann sagði Percy
að fjölskylda stúlkunnar væri ótign-
ari en hans, og að konungurinn
mundi ekki veita samþykki sitt tii
slíks hjónabands.
Þá hlaut Anna aðdáun Tómasar
Wyatts, skáldsins, sem var giftur.
Hann var meðai þeirra fyrstu, sem
orkti sonnettur á enskri tungu, og
hann orkti eina til Önnu Boleyn,
þar sem hann talaði um hana sem
„Caesar‘s.“ Og hann hafði rétt að
mæ'a: hún var ,,Caesar‘s“ — því að
hún átti eftir að verða konungsins.
Það iiðu fjögur ár frá því Anna
kom eftur til Englands, þar tii kon-
ungurinn varð ástfanginn í henni.
Hann hiýtur að hafa séð hana oft.
Systir hennar var hjákona hans.
Hann sá hana vaxa og þroskast úr
unglingssteipu í unga konu. Vaxandi
ást hans til hennar var hin fyrsta
verulega ástríða — sennilega hin
eina, sem nokkurn tíma náði að
snerti dýpstu rætur hans óstöðug-
lynda hjarta.
Og Anna veitti honum mótspyrnu.
Það er ekki eins auðvett fyrir oss
að skilja hug hennar eins og hans.