Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 33

Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 33
HINRIK 8. OG ANNA BOLEYN og ,,Rex“, teiknaði hann hjarta með bókstöfunum „A og B“ í, og þvert yfir það ritaði hann „autre... ne cherche“ („leitar ... engrar annarr- ar“). Þannig voru þau heitbundin, og Hinrik hófst handa að leysa upp hjónaband sitt, svo að hann gæti kvænzt henni. Það tók hann sjö ár að koma því í kring. Og að þeim sjö árum liðn- um, lét hann fara fram vígsluathöfn með sér og Önnu. En við vitum að í baráttu þessara sjö ára, sem kostaði kirknavinslit og þjóðaræsing — sjö ára undirróðursstarfsemi, og deilur, kænskubrögð og átök í utan- og inn- anríkisstjórnmálum — kólnaði ást þeirra Hinriks og Önnu svo mjög, að þegar þau að lokum voru gefin saman, var hún ekki orðin annað en innantóm skelin. Hann höfðaði mál til ógildingar á hjónabandi sínu við Katrínu, af því að hún hefði verið eiginkona bróður hans. Þar sem þau voru bæði ka- þólsk, varð endanlegur úrskurður að koma frá páfanum. Páfinn sendi kardinála til Englands til aðstoðar við dómsúrskurðinn. Katrín varði sig af virðuleik og festu og skírskot- aði til ástar sinnar og trúmennsku við konunginn. Kardínálinn sneri aftur til Rómar og málið dróst á langinn. Evrópsk stjórnmál blönd- uðust inn í málið; sambandið milli Spánar og Englands var í húfi, þar sem Katrín var spænsk prinsessa. Sá flokkur, sem trúði á bandalag milli Frakklands og Bretlands, æskti þess að ógildingin næði fram að ganga, svo að Hinrik gæti kvænzt franskri prinsessu. Páfinn vildi ekki 31 dæma Hinriki í vil — og þannig hélt það áfram. Sjálf ógildingin gerðist svo með þeim atburðum, sem ollu skilnaði á milli Englands og rómversk-ka- þólsku kirkjunnar. Erkibiskupsem- bættið í Kantaraborg var laust. Thomas Cranmer, sem var fylgjandi óskum konungsins var gerður að erkibiskupi og yfirmanni ensku kirkjunnar. Þingið var látið sam- þykkja lög um, að erkibiskupinn hefði rétt til að fyrirskipa ógildingu hjónabands Hinriks og Katrínar — og Cranmer gerði það. Það var bein óhlýðni við páfann. Meðan þessu fór fram hafði Anna orðið þunguð. Hún hafði farið með Hinriki í opinbera heimsókn til Frakklands og hlotið konunglegar móttökur við frönsku hirðina. Á heimleiðinni til Englands leyfði hún, að það væri gert opinberlega kunnugt, að hún byggist við að vera með barni. Það gat aðeins táknað það, að hún og konungurinn hefðu verið gefin sam- an með leynd, án þess að beðið væri eftir formlegum skilnaði hans. Og það reyndist svo, að þau höfðu verið vígð einhverntíma í janúar 1533. Menn vissu ekki nákvæmlega daginn eða hver presturinn hafði verið. En hjónavígslan hafði farið fram árla morguns, með lítilli eða engri viðhöfn. í lok marzmánaðar bárust páfa- bréfin til Englands, sem gerðu Cran- mer að ei'kibiskupi af Kantaraborg, og eftir vígslu sína lét hann ekki dragast lengi að úrskurða skilnað- inn. Loksins gat Anna orðið drottn- ing!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.