Úrval - 01.12.1971, Síða 38
36 ÚRVAL
um hálfa mílu úli fyrir ströndinni og var að berjast fyrir Iífi
sínu niðri í ógnvænlegu djúpi hafsins.
Ulricli Neuffer var 35 ára gamall vélvirki frá Limburgerhof i
Vestur-Þýzkalandi. Hann liafði búið í tjaldi á eyjunni undan-
farið ásamt laglegu eiginkonunni sinni, henni Hannelore, og 11
ára gömlum syni, Thomasi að nafni. Fjölskyldan lalaði ekki
neina ítölsku, en á ferjunni til San Pietro höfðu þau liitt ungan
flugmann úr þýzka flugbernum, Werner Sclialz að nafni, sem
talaði ítölsku reiprennandi. Ilann var eins hrifinn af köfun með
súrefnisgeymum (scubaköfun) og Ulrich. Og nú vildi svo vel
til, að ])eir ætluðu að eyða sumarleyfinu í sömu tjaldbúðunum.
Ferðin með ferjunni tók hálftíma, og áður en sá tími var lið-
inn, voru þeir Uli og' Werner orðnir góðir vinir. Werner kynnti
þau fyrir öðrum áhugaköfurum í tjaldbúðunum, Antonio „Ton-
ino“ Alagna, fertugum yfirliðþjálfa úr ítalska flugbernum, og
Daverio Giovannetti, sem var 43 ára að aldri. Uli var það mikil
ánægja að ganga i félagsskap þessara áhugasömu kafara.
Dagarnir, sem á eftir fóru þetta sumar árið 19(i9, voru unaðs-
legir. Iílukkan hálfníu á hverjum morgni ýttu mennirnir fjórir
litlum bát l'rá landi og béldu að litlum kletti, sem stóð upp úr
sjónum fjórar mílur frá ströndinni. Þar tróðu þeir sér i gúm-
búningana og settu á sig köfunarlungun og dvöldu svo tímun-
um saman niðri á hafsbotni og rannsökuðu þar hina furðulegu
neðarsjávarhella, skutluðu fisk í matinn og tóku myndir af
ótrúlega litauðugum fiskum og öðrum sjávardýrum og gróðri.
LOFTBÓLUR í BLÓDINU
En köfun með súrefnisgeyma er ekki aðeins ábyggjulaus
skemmtun. Vandamálið er köfnunarefni, sem er reyndar 80%
andrúmsloftsins, sem við öndum að okkur. Við venjulegan loft-
þrýsting losar líkaminn sig við mestan bluta af köfnunarefni
loftsins. En þegar kafarinn kafar djúpt niður og þrýstingurinn
á hann vex, leysist köfnunarefnið í líkama hans þess í stað upp
í blóðinu. Þetta sakar ekki, meðan kafarinn er kyrr á sama
dýpi, og þetla sakar ekki heldur, ef bann kemur nógu bægt upp