Úrval - 01.12.1971, Síða 45
VERSALIR ENDURBORNIR
43
eru nú sá staður, sem dregur einna
helzt að sér skemmtiferðamenn i
Frakklandi.
Niðurlægingartími Versala hófst,
þegar múgurinn réðst inn í hina
miklu höll þann 5. október árið 1789.
Lúðvík 16. flúði til Parísar og bað
þar varnarmálaráðherra sinn ár-
angurslaust um að „bjarga vesalings
Versölum fyrir mig“, eins og hann
orðaði það.
Múgurinn skemmdi að vísu Ver-
salahöllina mjög lítið, en brátt huldi
þykkt ryklag allan hinn skrautlega
húsbúnað. Og þegar ríkisstjórn lýð-
veldisins gerði sér grein fyrir því,
að ríkið var nú orðið gjaldþrota,
fannst henni það liggja beinast fyrir
að leysa málið með því að selja dýr-
gripi hallarinnar hverjum þeim, sem
borga vildi vel fyrir þá. Því hófst
stórfenglegasta uppboð veraldarinn-
ar í ágúst árið 1793. Og næstu 350
dagana voru yfir 16.000 munir og
gripið seldir, allt frá einkakaffi-
birgðum hins hálshöggna konungs
til ómetanlegs búnaðar í búnings-
herbergi Marie Antoinette drottn-
ingar. George 3. Englandskonungur
sendi sendiboða til uppboðsins, og
í dag er nóg af Versalahúsgögnum
í Buckinhamhöll til þess að fylla
heila tylft herbergja.
Næstu hálfa aðra öldina sneri
sagan næstum algerlega baki i hina
rúnu höll. Hún skipti ekki máli
lengur. Napoleon datt í hug að rífa
hana, en samt hætti hann að lokum
við það og tók þess í stað til að lag-
færa Stóru-Trianonhöllina og búa
hana dýrlegum húsbúnaði að nýju.
Þessi höll, sem er úr bleikum marm-
ara, er um IV2 mílu frá sjálfri Ver-
salahöllinni. f Stóru-Trianonhöll-
inni eru 70 herbergi. Þrátt fyrir þá
staðreynd, að friðarsamningarnir,
sem bundu endi á fyrri heimsstyrj-
öldina, voru undirritaðir í Versala-
höllinni, þá var hún komin í slíka
niðurníðslu á þriðja áratug þessarar
aldar, að allt blýþak hennar, sem
er samtals 27 ekrur, var að því kom-
ið að hrynja.
Árið 1953 ákvað hinn hugmynda-
ríki listamálaráðherra Frakklands,
André Cornu, að hefja endurreisn
Þannia var umhorfs í svefnherbergi
Navóleons fyrsta. Herbergiö var gert
uvv árið 1966.