Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 52
50 ÚRVAL,
Þó að enginrt hafi Lil þessa dags fundið svar við því, hvers vegna
svo mörg skip og flugvélar hafa horfið á þessu
svæði, er ekki óhugsgndi, að skýringin á því komi innan tiðar.
Þríhyrningur
dauðans
***** hafinu
1*
*
*
J*
* '1
A\ \j/ Sl.\ Á
*****
gerast margir
harmleikir, en engir
jafn torskildir og voða-
viðburðirnir á „þrí-
hyrningi dauðans" —
en það er svæði á At-
lantshafinu sem takmarkast af eynni
Bermuda (stundum kölluð orlofs-
paradís), Puerto Rico og Plorida-
skaga. Á þessu svæði hafa 2000
manns farizt á 25 árum með skipum
og flugvélum, án þess að nokkur
vitneskja hafi fengizt um hvernig
slysin hafi að borið. Ekki eitt ein-
asta lík hefir fundizt, ekki ein flís
úr skipsflaki, ekki vottur af olíu-
brák á sjónum, sem gæti gefið bend-
ingu hvar slys hafi átt sér stað.
Bandarískir, kanadískir og brezk-
ir vísindamenn hafa í meira en fimm
ár reynt að leysa gátuna en árang-
urslaust.
Yfir 100 ár hefir þessi hluti At-
lantshafsins geymt sitt leyndarmál
og nútíma vísindalegar rannsóknir
ekki megnað að lyfta hulunni. Haf-
straumar hafa verið mældir og dýpi
sjávar, rannsóknir á hugsanlegum
segultruflunum framkvæmdar, og
veðurathuganir um tugi ára, en hafa
ekki gefið annað svar en að langflest
slysin hafi átt sér stað í góðu veðri.
Ekki hafa þessar rannsóknir heldur
leitt í Ijós að neðansjávar land-
skjálftar hafi átt sér stað, og grynn-
ingar, sem geta verið hættulegar í
vondum veðrum, hafa heldur ekki
fundizt. Vísindamönnum hefir ekki
tekizt að finna neitt sem geti gefið
eðlilega skýringu á því, hvernig
skipin og flugvélarnar hafa farizt án
þess að nokkurra minnstu vegsum-
merkja hafi orðið vart.
LEYNDARDOMSFULLT HVARF
AMERÍSKRA FLUGVÉLA
Árið 1918 hvarf ameríska skipið
,,Cyclop“ á Þríhyrningi dauðans eða