Úrval - 01.12.1971, Síða 55
ÞRÍHYRNINGUR DAUÐANS
53
YFIRNÁTTÚRLEG ÖFL?
Öll þessi leyndardómsfullu hvörf
hafa styrkt trúna á það, að yfirnátt-
úrleg öfl séu hér að verki. Haft er
eftir dýrafræðingnum dr. Mansons
Valentine í Florida: „Það lítur út
fyrir að ekki einungis áhafnir flug-
félaganna, en einnig áhafnir skip-
anna, hafi verið herteknar af hinum
svokölluðu fljúgandi diskum“. Dr.
Valentine segir þetta í römmustu
alvöru, þó að fáir séu honum sam-
mála. En jafnvel vísindamennirnir
geta ekki afsannað þessa kenningu
með neinum vísindalegum yfirlýs-
ingum. Á síðastliðnu ári sendi am-
eríska radio og TV-félagið NBC út
skjalfesta dagskrá um Þríhyrning
dauðans. Höfundurinn Richard Vin-
er, sem hafði unnið að dagskránni í
tvö ár segir: ,,Ég þekki nú hvern
ferkílómeter af þessu svæði. Á ferð-
um mínum um svæðið hefi ég ekki
orðið var við neitt yfirnáttúrlegt. En
þar með er ekki sagt að eitthvað slíkt
geti ekki átt sér stað. Að minnsta
kosti er enginn, sem getur gefið
sannfærandi skýringu á leyndar-
dómunum." Þó að enginn hafi til
þessa dags fundið svar við því, hvers
vegna svo mörg skip og flugvélar
hafa horfið svo sviplega á þessu
svæði, er ekki óhugsandi að skýr-
ingin á því komi innan tíðar. En
þangað til verður Þríhyrningur
dauðans að skoðast ein af mörgum
ráðgátum hafsins.
Marlene Dietrieh var nýlega spurð að því, ihvort hún hefði nokkuð
á móti þeim skemmtikröftum, sem her.mdu eftir henni. Þá svaraði
hún: „Bara ef þeir gera það illa.“
Leland Hayward sálugi, sem sviðsetti fjölda söngleikja á Broadway,
svo sem „South Pacific" og fieiri, starfaði einnig sem umboðsmaður
fyrir ýmsa fræga listamenn, svo sem Judy Garland, Katherine Hepburn
og Ernest Hemingway. Hann var svo önnum kafinn, að það var blátt
áfram ævintýralegt. Hann hafði svo marga listamenn á sínum snærum,
að hann 'hitti suma þeirra jafnvel aldrei. Eitt sinn vildi Ginger Rogers
ekki líta við kvikmyndahandriti að mynd, sem hún átti að leika í, þar
eð henni fannst það allt. of lélegt. Hayward, sem var umboðsmaður
hennar, kom einn daginn æðandi inn i skrifstofu kvikmyndaframleið-
andans og ihrópaði: „Hvernig geturðu móðgað hana Ginger með því
að fá henni þvilikt drasl, þvilika þvælu, þvílíkan úrgang?"
„Hayward," svaraði kvikmyndaframleiðandinn öskuvondur, „snautaðu
út, áður en ég læt kasta þér út. Það varst pú, sem seldir okkur kvik-
myndaréttinn og handritið."
Newsweek.