Úrval - 01.12.1971, Side 62
60
URVAL
bili alla liina heilögu ferö: „Labbaika Allahumma labbaika“
(„Hér er ég frammi fyrir þér, ó, Guö“).
Þegar þessi syngjandi, hvítklæddi manngrúi nær til útjaðars
hinnar Helgu borgar, lieldur liver gestur áfram fótgangandi
beinustu leið til mesta helgidóms Islams: Kaaba, kassalagaðrar
steinbyggingar, sem er 50 fet á bæð og stendur í miðjum húsa-
garði hins Mikla bænabúss. Kaababyggingin er þakin risavöxn-
um, svörtum hjúp, og i suðausturhorni hennar er binn heilagi
Svarti steinn, sem álitið er, að guð hafi sent til jarðar einhvern
tíma í fyrndinni. Steinn þessi er orðinn eyddur og gljáfægður
af kossum ótaldra pilagríma á umliðnum öldum. Arabar rekja
upphaf sitt aftúr til ættarliöfðingjans Abrabams. Og samkvæmt
munnmælasögu eiga þeir Abrabam og Ishmael sonur hans að
bafa reist Kaababygginguna. Við belgiatböfnina þyrpast pila-
grímarnir eins nálægt Kaakabyggingunni og frekast er unnt og
ganga sjö sinnum kringum hana og teygja sig þá fram á við,
þegar þeir fara frambjá Helga steininum, og reyna að kyssa
hann.
PlLAGRÍMARNIR VERÐA ALLIR „IIADJI“
Eftir þessar og aðrar undirbúningsathafnir befst liámark trú-
arathafnarinnar, en þá fyrst ná pílagrímarnir takmarki ferðar
sinnar. Hinn geysilegi manngrúi, um milljón manns, safnast
saman á sléttunni við rætur Arafatsfjallsins um 20 mílum frá
Mekka. Þar stara allir upp til tindsins, þar sem Múhameð hélt
sína lokaræðu fyrir 13 öldum. Pilagrímarnir söngla allir bænir
sínar, og það er sem drunur fylli loftið klukkutímum saman.
Svo þegar sólin sezt að baki fjallanna i vestri, leggja pílagrím-
arnir aftur af stað til baka til Mekka, og er Faisal konungur
Saudi-Arabíu fremstur í binni geysistóru fylkingu. Þjóðvegur
með sex akbrautum hefur verið lagður vegna þessarar geysi-
legu umferðar. En samt verður þar alger ringulreið, þegar 30.000
farþegabifreiðir, vörubifreiðir og langaferðabifreiðir leggja af
stað, auk beilla bjarða af úlföldum, ösnum og fótgangandi
mönnum.