Úrval - 01.12.1971, Side 72
70 ÚRVAL
að stanza skyndiega, snúast á hæli með erfiðismunum og standa
síðan á haus.
Siðan skellir Nellie, fíll númer eitt, einum fæti fast niður á
annan enda á vogarstöng og Gebel-Williams, sem stóð á hinum
enda hennar, flýgur í heljarstökki aftur fyrir sig og lendir svo
uppréttur og brosandi á baki fíl sínum númer tvö, Tichi.
I öðrum hluta sýningarinnar söðlar Williams gersamlega um,
og fær til liðs við sig sjö tígrisdýr. Og í einum hreinlega ótrú-
legum þætti sameinar hánn þessa tvo hópa. Færasti tígrinn hans,
Bengal. stekkur upp á bak Nellie, indversks fíls, og þaðan upp
á bak Kongós, afrísks fíls. Atriðið endar síðan á því, að Bengal
ríður rösklega hringinn á baki Nellie, og' Williams stekkur einn-
ig á bak hjá lionum og togar svo sitt á hvað i eyru tígrans til að
sýna fólki, að allt sé þetta aðeins til gamans gert!
Einkunnin sem hann gefur atriði sínu: „Stórkostlegasta dýra-
sýning í heiminum núna“, er kannski ekki alveg réttmæt. Flest
tígrisdýraatriði byggjast á smellandi svipunni, samkeppni milli
manns og dýrs. Gunther Gebel-Williams meðhöndlar hins vegar
hina gulbröndóttu ketti sína eins og væru þeir aðeins hópur
kettlinga. í stað þess að geifla sig og öskra, þá kljást þeir og
leika fjörlega hver við annan og þeir stökkva pall af palli eins
og væru þeir í eltingarleik.
Flestir dýratemjarar vinna aðeins með einni tegund dýra. —
Gebel-Williams temur bæði fíla og tígrisdýr — og raunar sem-
ur hann einnig og kemur fram í hestaþáttum. í hestaatriðum er
það núverandi eiginkona lians, Sigrid, sem lætur sex hvíta stökk-
hesta fara gegnum hringinn í fremstu röð á meðan fyrrverandi
eiginkona lians, Jeanette, stjórnar tylft svartra og brúnna gæð-
inga i öðrum hring. Gebel-Williams sýnir svo sérstakt atriði þar
sem hann ríður tveimur liestum samtimis. Stendur með sinn fót-
inn á hvoru hestbaki og ríður „rómverska póstreið“, sem svo er
kölluð, en hestarnir stökkva sem mest þeir mega í hringi.
Þegar Gebel-Williams hefur verið spurður um leyndarmál
áhrifamáttar síns yfir öllum þessum villidýrum, brosir hann og
segir: „Persónuleiki minn.“ Og þótt þetta hljómi kannski sem