Úrval - 01.12.1971, Side 76
74
ÚRVAL
stangarinnar svo fast að þjálfari hennar fleygðist eins og skotið
væri úr byssu upp í loftið. Það erfiða var að fá Tichi til að
standa kyrra meðan Gehel-Williams var skotið upp í loftið fá-
um fetum aftan við afturenda hennar. Ticlii deplar enn augum
af taugaóstyrk, þegar húsbónda hennar er skotið þannig upp
aftan við liana, en hún hefur ekki hreyft sig enn. Hún veit nefni-
lega, að um leið og húsbóndinn lendir á haki liennar örugglega,
þá fær hún stóran, ilmandi livítan brauðhleif upp í sig.
Raddtónninn sem hann beitir við dýrin skiptir öllu máli. Og
eins og tónninn er áhrifamikill, þá skiptir það líka miklu máli
hvaða tungu hann talar. Hann talar við hestana á frönsku, hið
hefðbundna viðskiptamál. Við fílana talar hann blöndu úr
ensku og Urdu, eða ýmis Burma-orð, sem liann veit að indversku
fílarnir hafa heyrt og lært mjög ungir. Hann talar þýzku við
tígrisdýrin, og þegar mjög reynir á þolinmæði hans og honum
er orðið graint í geði við lærisveina sína, leyfir hann sér að hella
yfir þá ítölsku klámi sem hann veit að enginn skilur.
Jafnvel þótt hægt sé að þjálfa þannig villidýr, þá er aldrei
hægt að temja þau, að þvi er Gebel-Williams trúir, og vegna
þessarar staðreyndar hljóta slvs að verða. Vei’sta slysið sem fyrir
Gebel-Williams hefur komið henti i Bremen fyrir fjórum árum.
Skammhlaup i Ijósakerfinu varð einmitt þegar Bengal, Nellie
og Kongó voru að sýna atriði sitt á miðju sviði. Skammhlaupið
olli því, að stálvírinn umhverfis sviðið hlóðst rafmagni. Þegar
Nellie snerti vírinn með rananum, varð hún fyrir þvílíku áfalli,
að hún rétti sig snöggt upp, sló niður helminginn af varnarlín-
unni, sem aftur orsakaði það, að rafmagnið fór alveg af hring-
leikatjaldinu, mvrkrið varð algert og dýrin þrjú laus þar inni
lijá áhorfendunum.
■ Með því að halda rödd sinni rólegri og vera snar i snúning-
um, tókst Gebel-Williams að róa háða fílana og koma Bengal
aftur inn í búrið sitt áður en áhorfendur höfðu tíma til að tryll-
ast af skelfingu. Það tók Nellie hins vegar fáeina mánuði að
jafna sig af hræðslunni, og allan þann tíma var ekki við það
komandi að hún færi inn i hringinn.