Úrval - 01.12.1971, Page 77
DJARFASTI DÝRATEMJARI HEIMS
75
Þann tíma ársins, sem hringleikahúsið livílir sig og flokkur-
inn er í vetrarbúðum suður á Flórída-skaga, liefur Gebel-Willi-
ams tíma til að finna upp ný brögð fyrir næsta annatímabil. •—
Hluti starfa hans felst í því að þjálfa dýrin. Að liugsa upp ný
brögð sem enginn annar þjálfari getur stælt eða stolið frá hon-
um er svo annar hluti starfa hans. Og enn sem komið er, hefur
enginn reynt að stæla hina stórfenglegu þætti hans.
☆
Robert Coté heitir yfirmaður tæknideildar lögreglunnar í Montreal í
Kanada, en deild sú er kölluð „sprengjudeildin“ öðru nafni. Coté hefur
sjálfur íjarlægt og gert óvirkar um 100 sprengjur, sem komið hefur
verið fyrir á ýmsum stöðum af hermdarverkamönnum. Sprengjurn-
ar hafa verið af ýmsum stærðum, allt frá hálfpundi til 150 punda af
sprengjuefni. Og hann hættir lífi sínu í bvert skipti sem hann fæst
við sprengju.
Nýlega bauð ég honum vindling. Hann yggldi sig svolítið og svaraði:
„Nei, þakka þér fyrir. Það er of hættulegt fyrir mig.“
David McDonáld.
Blaðakonunni og gagnrýnandanum Dorothy Parker tókst alltaf að
finna eitthvað spaugilegt við hvaða öhapp eða mótlæti, sem að hönd-
um bar, segir John Keats í bók sinni „Þú gætir alveg eins vel lifað:
Líf Dorothy Parkers“. Eitt sinn var hún flutt í sjúkrahús um miðja
nótt í miklum flýti og sett þar undir súrefnistjald. Þegar hún vaknaði
um morguninn, fcom hún auga á hjúkrunarkonu, sem virti hana fyrir
sér.
„Ef yður vantar eitthvað, látið mig þá bara vita,“ sagði hjúkrunar-
konan.
Dorothy virti fyrir sér umhverfið og spurði siðan bænarrómi: „Má
ég fá lítinn fána á tjaldið mitt?“
E.E. Edgar.
Hún var eins taugaóstyrk og kengúrumóðir í herbergi fullu af vasa-
þjófum.
Eiginkonan segir við eiginmanninn, sem er enn í rúminu: „Fred,
ég var einmitt að lesa stjörnuspána þína fyrir daginn í dag. Farðu
ekki á fætur.“