Úrval - 01.12.1971, Page 80
78 ÚRVAL
að spýtast upp og siðan springa út úr röruni í björtu i)áli, gripu
menn lífvesti sín og fleygðu sér í sjóinn.
Borstjóri að nafni Kyle Greer var í steypibaði þegar þetta
gerðist og hljóp hann nakinn að símaherberginu og bringdi í
borpall A, sem var í mílufjarlægð. Bað hann mennina þar um
aðstoð. Síðan greip hann talstöðina og skipti á strandgæzluna
og kallaði bið hefðbundna neyðaróp: „Mayday! Mayday!“ Er
liann fann að stálveggir símaherbergisins voru farnir að hitna,
greip Greer bjargvesti og hljóp út til að atlmga þá hluta bor-
pallsins, þar sein menn voru vanir að vera. Þar var enginn. Er
hann hljóp þvert yfir pallinn, kveðsl hann hafa fundið til ógleði:
„Tveggja ára þrælapuð,“ sagði hann við sjálfan sig, „allt til
einskis.“
Á þilfarsbrúnni stanzaði hann andartak og leit niður í reyk-
inn og eldinn sem huldi sjóinn. Var brennandi olia á hafsborð-
inu? Hann reyndi að sjá, beið þar til hitinn var farinn að valdá'
honum óþægindum, einkum í andliti. og þá fleygði hann sér í
hafið. Sjávarborðið logaði ekki, en höggið sem hann varð fyrir
við að skella niður braut i honum 11 rif.
Innan 20 mínútna voru bátar frá olíufélaginu, þyrla frá
strandgæzlunni og fimm einkaþyrlur sem voru til staðar á öðr-
um borpöllum komnar á vettvang og böfðu dregið upp menn-
ina sem lifðu af sprenginguna. Fimm menn týndust í liafið.
Hálfri ldukkustund seinna voru tveir helztu menn Sliell hvað
snertir sjávarframkvæmdir, komnir á vettvang í sjóflugvél að
fylgjast með atgangi elds og vatns. Það voru þeir Richard Nel-
son, aðalframkvæmdastjóri og Warren Marshall framleiðslu-
stjóri.
Gulir gaslogar og ljósrauðir olíulogarnir þeyttust 300 fet upp
í loftið, og í kjölfarið kom kolsvartur reykurinn sem barst
margar mílur i burtu. Þótt hátt léti í hreyflum sjóflugvélar
l>eirra, þá heyrðu þeir þrumugnýinn og sprengibröltið neðan að
greinilega.
SPAGHETTIRÆMA
Er þeir Nelson og Marshall voru aftur komnir til skrifstofu