Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
hverfinu. Disney byrjaði að skrifa
hjá sér beztu skrýtlur gamanleik-
aranna. Og síðan notaði hann þær
til þess að semja sjálfur stutta gam-
anþætti fyrir tvo leikara. Svo límdu
þeir á sig skegg, fengu sér glæsilega
göngustafi og byrjuðu að koma fram
opinberlega.
Þeir kölluðu sig „Walterana tvo“.
Og þeir létu sig aldrei vanta, þegar
haldnar voru sýningar, þar sem
áhugamenn (amatörar) fengu að
koma fram og veitt voru verðlaun
fyrir beztu frammistöðuna. Slik
skemmtikvöid voru stundum höfð
í kvikmyndahúsunum i Kansas City,
og þeir létu sig aldrei vanta. Og
skrýtlurnar. sem þeir sögðu, voru
oft skrambi lélegar. Þeir unnu ein-
stöku sinnum þriðju verðlaun, sem
voru 25 cent. En verðlaunin voru
Walt samt ekki eins mikils virði og
vitundin um, að þeir gátu haldið
athygli áheyrenda og áhorfenda og
skemmt þeim.
Og Walt hélt einnig stöðugt áfram
að teikna. Á spássíunum í náms-
bókum hans gat að líta heilu dýra-
söfnin, íkorna, geitur, svín og gömlu
vinina hans, húsdýrin á Crane-bú-
garðinum. Og öll þessi dýr virtust
gædd einhverjum mannlegum eig-
inleikum og sérkennum, alveg ótrú-
lega sterkum .Eitt sinn átti bekk-
urinn að teikna ósköp venjulega
mynd, kyrralífsmynd af vorblóm-
um í skál. En kennslukonunni til
mikillar skemmtunar öðluðust blóm-
in í mynd Walts alveg sérstakt líf.
Túlípanarnir settu stút á varirnar,
svo að þeir virtust vera í fýlu. Þeir
voru bæði með munn og augu og
lífmikil augnahár. Narissurnar töl-
uðu saman. Hann hafði lagt þeim
orð í „munn“ og teiknaði hringi ut-
an um setningarnar, sem hann lét
þær segja. Og leggirnir og blöðin á
þeim urðu að fótleggjum og hand-
leggjum.
Árið 1917 fiutti Elías að nýju. Og
nú flutti hann aftur til Chicago, þar
sem hann réðst til starfa sem verk-
stjóri í sultuverksmiðju. Walt gekk
í McKinley-gagnfræðaskólann, en
svo hætti hann í skólanum, eftir að
hann hafði verið þar í aðeins einn
vetur. Það var aðeins eitt, sem skipti
máli fyrir hann. Það var að teikna.
Og þrjú kvöld í viku gekk hann í
listaskólann Chicago Academy of
Fine Arts, þar sem hann naut
kennslu færra kennara, sem höfðu
atvinnu af því að teikna teikni-
myndir.
Er stríðinu lauk og friður hafði
verið saminn, dvaldi hann næstum
heilt ár í Frakklandi. Hann ók þar
sjúkrabifreið á vegum Rauða kross-
ins. Honum tókst að leggja fyrir dá-
lítið fé. Og hann sneri aftur til
Ameríku með 600 dollara sparifé.
Hann hafði nú tekið ákvörðun og
var alveg gallharður, þegar hann
sagði: „Ég ætla að verða listamað-
ur.“
Disney sneri aftur til Kansas City.
Hann reyndi að lifa af nýrri list-
grein, en það gekk alls ekki. Fyrsta
starf hans var hjá lítilli auglýsinga-
stofu, þar sem hann hafði 50 dollara
iaun á mánuði. Þar kynntist hann
öðrum ungum listamanni, TJb Iwerks
að nafni. Þeir stofnuðu svo nýja
auglýsingastofu saman og tóku að
semja auglýsingar. Fyrsta mánuðinn
námu nettótekjur þeirra 135 doll-