Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 98
96
ÚRVAL
sína rætast, væri Hollywood. Hon-
um tókst að safna sér fyrir farmiða
með járnbrautarlestinni Kalifornía
hf. hjá Santa Fe-járnbrautarfélag-
inu og fór að setja niður í ferða-
töskur sínar. Hann var aðeins í gat-
slitnum buxum og snjáðum jakka. í
veskinu hafði hann nákvæmlega 40
dollara, og í ræfilslegri ferðatösk-
unni hafði hann eina aukaskyrtu,
tvenn nærföt, sokka og teikniáhöld.
Kvöldið áður en hann lagði af
stað ákvað hann, að nú væri kominn
tími til að kveðja músafjölskylduna.
Hann bar búrið þeirra varlega út á
tóma lóð og dró upp lokuna á búr-
inu. Níu mýs skutust inn á milli
stilka illgresisins, sem óx barna, en
sú tíunda hreyfði sig ekki. Það var
Mortimer, sem horfði á Walt skær-
um augum.
Walt stappaði niður fæti og hróp-
aði á Mortimer. Mortimer varð dauð-
hræddur og tók á rás. „Ég gekk
burt,“ sagði Walt síðar, ,,og mér
fannst ég vera fyrirlitlegt svín.“
HANN LEITAÐI STÖÐUGT
FULLKOMNUNARINNAR
Áður en Walt fór frá Kansas City,
var hann byrjaði á nýjum teikni-
myndaflokki, sem hann kallaði
,,Lísu-teiknimyndaflokkurinn“ var
mynd hans var sú að taka kvikmynd
af ungri stúlku við hvítan bak-
grunn. Og síðan átti að teikna alls
konar dýr umhverfis stúlkuna, og
það átti að samræma hreyfingar
hennar og þeirra. Hann hafði aðeins
lokið einni spólu, þegar allt fé hans
var á þrotum. En hann sendi kvik-
myndina til fyrirtækisins Winkler
Corporation, sem sá um leigu og
sölu teiknimynda í New York. Hann
hafði dvalið nokkrar vikur í Holiy-
wood og var þá enn atvinnulaus,
þegar hann fékk þá orðsendingu, að
Winkler Corporation vildi kaupa 12
af kvikmyndum hans og væri reiðu-
búið að greiða 1500 dollara fyrir
hverja af 6 fyrstu myndunum og
1800 fyrir hverja hinna.
Disney varð alveg himinlifandi og
stofnaði nýtt fyrirtæki í grænum
hvelli. Hann var sjálfur forstjóri
þess, en Roy bróðir hans meðstjórn-
andi. Walt teiknaði teiknimyndirn-
ar og bjó til nauðsynleg leiksvið, en
Roy sá um viðskiptahliðina og sneri
þar að auki gömlu handsnúnu
myndavélinni.
,,Lísu-teiknimyndaflokkurinn“ var
vinsæll í fyrstu, en það fór samt. illa
fyrir þessum myndum, áður en yfir
lauk. Forstjóri Winkler Corp, var
Charles B. Mintz, og hann vildi
aðeins fá sams konar myndaflokka
hvern á fætur öðrum. Hann kærði
sig ekki um neinar breytingar, en
hann vildi, að myndunum yrði skil-
að á réttum tíma. Walt gat ekki
unnið þannig. Hann skilaði mynd-
unum sjaldnast á réttum tíma. Hann
var alltaf að reyna nýjar aðferðir og
fara fram á fyrirframgreiðslur.
Mintz sendi fulltrúa sinn til Disneys
til þess að gá, hvernig framleiðslan
gengi. Og fulltrúinn hafði þetta að
segja Mintz að ferðinni lokinni:
„Disney er alveg óður! Hann geng-
ur með teiknimyndabrjálæði. Hann
dreymir ekki um annað, hugsar ekki
um annað, talar ekki um annað og
gerir ekkert annað en að teikna og
gera myndir. „Brátt voru starfs-
menn Disneys orðnir tíu talsins (þar