Úrval - 01.12.1971, Side 100

Úrval - 01.12.1971, Side 100
98 ÚRVAL inni búinn að ganga sér til húðar. Og Walt og starfsfólk hans hafði nú byrjað á nýjum teiknimyndaflokki sem nefndist „Oswald, heppni kan- ínukarlinn". Oswald varð strax mjög vinsæll meðal kvikmyndahúsgesta. En sú árátta Walts, að vilja sífellt ná meiri fullkomnun, var smám saman að setja fyrirtækið á haus- inn. Mintz borgaði vel fyrir hverja mynd í þessum nýja teiknimynda- flokki, þ.e. 2250 dollara fyrir hverja mynd, en Walt byrjaði nú á nýjum og dýrum starfsaðferðum. Hann gerði fyrst eins konar ,,uppkast“ að hverri mynd, þ.e. tilraunamynd. Hann tók myndir af ófullgerðum teikningurn af ýmsum þáttum at- burðarásarinar, svo að hann gæti athugað allar hreyfingar nánar og lagað alla galla, áður en teikning- arnar voru svo fullunnar á celluloid. Og hann tapaði nú fé á hverri kvikmynd. í augum Walts var lausnin ofur einföld, meira lánsfé og þannig meira rekstrarfé. En Mintz var ým- ist ósamvinnuþýður eða fór undan í flæmingi, er slík efni bar á góma. Walt var ákveðinn í að gera út um málið með því að tala við Mintz sjálfan og hélt því til New York ásamt Lilly. „Ég vil gera Oswald mannlegri en hann er,“ sagði Walt við Mintz, þeg- ar þeir hittust. „Ég vil ráða fleiri afburðamenn, sem búa yfir nýjum og snjöllum hugmyndum." „Hvers vegna viltu gera allar þessar breytingar, fyrst myndirnar ganga svona vel?“ spurði Mintz. „Nýjar hugmyndir kosta peninga. Við viljum að teiknimyndirnar kosti minna, en ekki meira. Ef um frek- ari samninga yrði að ræða, gætum við alls ekki borgað meira en 1800 dollara fyrir hverja Oswaldmynd.“ „Jæja, fyrst svo er, býð ég ein- hverju öðru fyrirtæki Oswaldmynd- irnar,“ svaraði Walt. „Þú býður hvorki einum né nein- um Oswaldmyndirnar,“ sagði Mintz þá. „Þú átt ekki Oswald." Walt varð alveg þrumulostinn. í fyrstu hafði Mintz boðizt til þess að sækja um einkarétt á Oswaldmynd- unum. Disneybræður höfðu þegið það og haldið, að Mintz ætlaði þann- ig að taka af þeim skriffinnsku ómak. Nú komust þeir að hinum beiska sannleika. Oswald tilheyrði nú Mintz einum. Og Mintz hafði jafnvel verið að ráða marga af starfsmönnum Walts í sína eigin þjónustu undanfarið til þess að tryggj a sér möguleika á að hefja sjálfur framleiðslu Oswaldmynda, þegar hann mundi vanta nýjar myndir. „Þú ert helzt til dýr fyrir okkur,“ sagði Mintz við hann að síðustu. „Héðan í frá gerum við kvikmyndir án þinnar aðstoðar." Walt hélt bálreiður heim í gisti- hús sitt, en þar beið Lilly hans. „Ég er atvinnulaus, og ég er feginn því!“ sagði hann við hana. „Ég skal aldrei vinna fyrir aðra héðan í frá.“ Síðan sendi hann Roy svohljóðandi skeyti og skeytið einkenndist af sömu ó- bugandi bjartsýninni, sem var svo ríkur þáttur í eðli hns: ALLT í LAGI ER AÐ KOMA HEIM. Hann var sannfærður um, að honum mundi á einhvern hátt takast að finna upp einhverja teiknimynda-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.