Úrval - 01.12.1971, Síða 109
WALT DISNEY
107
útgáfum voru þeir sviplausar per-
sónur, sem skiptu ekki neinu máli
í ævintýrinu. En Walt var sann-
færður um það, að persónuleiki
hinna ýmsu dverga væri lykillinn
að velgengni myndarinnar. Dverg-
arnir mundu í rauninni ráða úrslit-
um um, hvort myndin heppnaðist
eða mistækist. Hann prófaði yfir
500 raddir og jafnframt því var
hann að velta fyrir sér um 50 nöfn-
um á dvergana, svo sem nöfnum
eins og Mási, Hvái, Belgur, Monti
og Ropi.
Það var ekki fyrr en veturinn
1936, að persónuleikar allra dverg-
anna fóru að fá á sig fast svipmót.
Walt komst að þeirri niðurstöðu, að
hver þeirra yrði að hafa sitt sérstaka
tónstef í myndinni og hver þeirra
yrði að hafa sitt sérstaka göngulag,
klæðnað og skapgerðareiginleika,
líkt og „Doktor“ hafði öðlazt.
„Kátur“ var broshýr og vingjarn-
legur eins og hvolpur. Hann gekk
ekki, heldur sveif hann dansandi
áfram með hendurnar samanhnýtt-
ar fyrir aftan bak. Nöldurskjóðan
hann „Nöldri“ gekk alltaf með
krosslagða arma framan á bring-
unni og góndi tortryggnislega í all-
ar áttir. „Hnerri" gekk ósköp var-
lega og líktist helzt dúfu í göngu-
lagi. Hann óttaðist Sífellt næsta
hnerrakastið. „Sybbi“ þrammaði
klunnalega áfram, en „Feimni" ráf-
aði sídettandi um og þorði varla að
líta á nokkurn mann.
Síðastur kom svo „Kjáni“, ósköp
barnalegur með risavaxin útstæð
eyru. En Walt og starfsmenn hans
voru alveg í vandræðum með rödd
hans. Listamennirnir höfðu þurr-
ausið allar lindir innblásturs eftir
1. Eftir hvern er skáld-
sagan „Stefnumót í
Dublin“?
2. Hvar og hvenær
fæddist Bólu-Hjálm-
ar?
3. Hver sagði: „Draum-
arnir eru sápukúlur,
sem fá liti sína frá
hugsuninni11?
4. Hver var John
Barrymore?
5. Hvenær var Ernest
Hemmingway fædd-
ur?
6. Eftir hvern er skáld-
sagan „Madame Bo-
vary“?
7. Hvenær var Páll
Einarsson borgar-
stjóri í Reykjavík?
8. Hver sagði: „Öfund
og bróðerni eru
skyld: — ótti er
virðingar faðir og
móðir“?
9. Eftir hvern er skáld-
sagan „Fjallið og
draumurinn“?
10. Hver er nú formað-
ur útvarpsráðs?
Svör á bls. 111.
v.