Úrval - 01.12.1971, Page 124

Úrval - 01.12.1971, Page 124
122 ÚRVAL Dr. Birren segir enn fremur: „Hin 95% munu að vísu finna einhverja breytingu á minni sínu, er aldurinn sækir á, en ekki svo mikla, að ekki megi bæta fyrir liana með betri aðferðum við skráningu, varðveizlu og leit í „skjalaskápum“ minnisins. Hvað er minnið i raun og veru? Hvernig vinnur það? Minni er tengt námi og' lærdómi á mjög náinn hátt, þ. e. þetta tvennl er samrunnið. En erfitt er að segja til um, hvar annar þáttur þessa hugarstarfs endar og hinn tekur við. Skilyrði fyrir því, að þú munir eitthvað, er, að þú hafir einhvern tíma lært það, fengið vitneskju um það, og ekki er hægt að segja, að þú hafir lært um visst atriði, fyrr en þú hefur komið því fyrir til geymslu í minni þínu. Margir sálfræðingar reyna að forðast ranga skilgreiningu og aðgreiningu með því að tala um þrjú stig þessarar starfsemi: skráningu atriðisins í geymsluhólfum minnisins, varðveizlu þess þar og síðan leitina að þessu atriði og fund þess. I þessum skilningi má segja, að fyrsta stigið, skrán- ing atriðisins, feli í sér alla þá andlegu starfsemi, sem nauðsyn- leg er til þess að fá vitneskju um eitthvert atriði og koma því fyrir til geymslu í geymsluhólfum minnisins. Varðveizla atriðisins getur verið til bráðabirgða eða til fram- búðar. Ein þýðingarmesta uppgötvun sálarrannsókna, sem ný- lega hafa átt sér stað, er sú, að um er að ræða algerlega ólíka lieilastarfsemi, eftir því hvort miðað er að varðveizlu atriðisins til bráðabirgða eða frambúðar. Tilraunir sýna, að það krefst orkueyðslu að muna eitthvað í stuttan tíma. Varðveizla minnis- atriða til bráðabirgða er með öðrum orðum virk heilastarfsemi. En á vissu augnabliki flyzt minnisatriðið annað livort í geymsluhólf lil varanlegrar varðveizlu eða ])að hverfur úr minninu. Tilraunir benda til þess, að þetta gerist venjulega inn- an ldukkustundar frá því að alriðið berst minninu. Varanleg varðveizla minnisatriðisins krefst lítillar eða engrar orku, og er þar líklega um að ræða örlitlar breytingar nálægt heilafrum- um eða í uppbyggingu þeirra sjálfra. Minnisatriðið verður þess vegna að greypast í heilann, ef það á að geta geymzt í meira
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.