Úrval - 01.09.1975, Page 6
4
ÚRVAL
ur ekki í réttu hlutfalli við hætt-
una, að hann verður fyrir alvöru
vandamál.
Sumir eru næmari fyrir hræðslu-
tilfinningunni en aðrir. Á hvaða
fæðingarstofnun sem er getum við
séð að sum ungbörn bregðast vel
við hræðsluvekjandi athöfnum —
eins og til dæmis þegar hurð er
skellt harkalega að stöfum. Á með-
an verða aðrir nýfæðlingar ótta-
slegnir og grenja af fullum krafti.
Þetta er skýrt þannig, að sum börn
hafi fengið meira tilfinninganæmi
að erfðum en önnur.
Þess vegna er það þannig, að at-
burðir og samskipti okkar við fólk
í frumbernsku eiga sinn þátt í að
skapa þann ótta, sem við eigum við
að etja síðar meir. Faðir Mikaels
leit á þessar hindranir sem nokk-
uð, er mátti sigra með áhuga og
hugmyndaauðgi. Mikael óx upp
með föður sinn sem fyrirmynd.
Hann lærði að njóta spennandi at-
burða og þroskaði sinn eigin hæfi-
leika til að leysa vandamál.
Faðir Péturs gerði aftur á móti
allt, sem hann gat til að vernda
sjálfan sig og sína fjölskyldu. Hann
þorði ekki að breyta um vinnu, en
hélt sama starfinu í áraraðir, þótt
hann væri ekki ánægður með það.
Hann vildi ekki fara í löng ferða-
lög því: „Bíllinn gat bilað!“ Og
þegar Pétur óx varð hann óhjá-
kvæmilega hrædd og óörugg vera.
Versta gerð hræðslu er þó hin
stöðuga nöldrunar taugaveiklun,
sem liggur á sumum manneskjum
eins og mara. Það er erfitt að losna
undan henni, því orsökin er oft
óljós.
En til allrar hamingju er það
þannig að þeir sem þjást af óskýr-
anlegri hræðslukennd og óöryggi
geta gert heilmikið sjálfir til að
draga úr áhrifum þess. Hér koma
nokkur ráð:
1. GÆTTU LÍKAMA ÞÍNS. Sá
sem þjáist af ótta ætti að gangast
undir nákvæma læknisrannsókn.
Maður getur ekki losnað við hræðsl-
una, ef maður er þreyttur, veikur
eða svangur. Ég minnist konu, sem
kvartaði yfir síendurtekinni hræðslu
kennd. Það kom í ljós að hún þjáð-
ist af sykursýki á byrjunarstigi og
hræðslan var afleiðing þess. En
sýni læknisskoðun að hræðsluein-
kennin rekja ekki rætur til líkam-
legra vanheilinda, þá er ekki hægt
að kenna líkamanum um þau, svo
það er best að gera sér grein fyrir
hvað það í rauninni er, sem við er
að etja.
2. EKKI BÆLA TILFINNINGAR
ÞÍNAR. Að vera leyndardómsfull-
ur og sannfærður um að eigin per-
sóna „sé nokkuð sem engum komi
við“, gefur hræðslunni byr. Irving
Janis, sálfræðiprófessor, rannsak-
aði hóp sjúklinga, sem áttu að gang
ast undir uppskurð. Sumir kvört-
uðu hástöfum, bara við tilhugsun-
ina um það, sem í vændum var.
Aðrir voru rólegir og virtust sætta
sig við hlutina. Það var eftirtekt-
arvert að sjúklingar fyrri hópsins
höfðu færri vandamál og náðu sér
fyrr eftir uppskurðinn heldur en
þeir hughraustu, sem ekki vildu
láta kvíða sinn í ljósi.
Ef þú vilt ræða ótta þinn við