Úrval - 01.09.1975, Page 11
VISKA MÓÐUR NÁTTÚRU
9
ekki mannkynið í heild. Alltof íá
ónumin svæði eru eftir. Bæði með
ráðnum hug og afskiptaleysi höf-
um við einangrað okkur frá nátt-
úrunni, sem skapaði okkur. Áhersl-
an, sem við leggjum á vísindin hefur
valdið ógnvekjandi offjölgun mann-
kynsins, sem aftur leggur enn meiri
áherslu á áframhaldandi þróun vís-
inda, til að við getum haldið sömu
lifnaðarháttum og bætt afkomuna.
Því miður hef ég komist að raun
um að of mikil áhersla á vísinda-
þróun veikir stöðu mannsins og
kemur jafnvægi lífsins úr skorð-
um. Vísindin leiða af sér tækni.
Tæknin leiðir af sér flóknari og
flóknari útbúnað. Dæmin eru alls
staðar: Margvísleg uppbygging
verslunarfyrirtækja, sjálfvirkni og
verktækni, stríð, skattaálagning,
lagasetningar, þessa gætir á nær
öllum sviðum mannlegs lífs. En til
hvaða ráða getur hinn vísindalega
sinnaði maður gripið? Setjum svo
að tæknifræðingar komist að þeirri
fræðilegu niðurstöðu að þeir séu á
góðri leið með að koma sinni eigin
menningu fyrir kattarnef. Eru þeir
færir um að snúa spilinu við?
Mistök fyrri menningarskeiða og
einnig okkar eigin, sanna að mað-
urinn er ekki hæfur til að fást við
endalaust flóknara líf. Hann hefur
ekki fundið hvernig hann getur
ráðið við vísindaþekkingu sína. I
þessu tilviki held ég að maðurinn
geti lært af hinni frumstæðu nátt-
úru. því hún var sköpuð af sólar-
orkunni og þrífst við óendanlega
flóknar aðstæður. Ekkert vanda-
mál hefur rejmst henni óleysanlegt.
Úr flóknum samstæðum atóma hef-
ur náttúran skapað lokkandi feg-
urð blómanna, kæti höfrunganna
og vitsmuni mannsins — undur
lífsiris.
Úti í náttúrunni skynja ég þetta
undur og borið saman við það verð-
ur vísindaleg hæfni okkar að smá-
munum einum. Samsetning tölvu
er einföld borið saman við upp-
byggingu einnar frumu. í frum-
stæðu umhverfi verður mér ljós
staða mannsins í þróuninni, eins
og ég losni skyndilega úr dáleiðslu.
Lífið sjálft verður að vera til við-
miðunar þegar dregnar eru álykt-
anir. Hvernig gat mér sést yfir svo
augljósa staðreynd, þó ekki væri
nema um stundarsakir?
Á göngu í frumskógi Indónesíu
sé ég vafningsvið teygja sig upp
eftir margstofna trjám. Smáfuglar
kallast á. Páfagaukar skrækja. Um
leið og ég geng yfir safaríka mold-
ina, kem ég auga á villisvínafjöl-
skyldu, sem ráfar um og hrín. Ap-
ar sveifla sér yfir höfði mér. Eðla
skríður upp á trjábút.
Mér finnst ég flytjast aftur í gráa
forneskju, leystur úr viðjum klukku
tilveru okkar. Aldir verða að sek-
úndum. Maðurinn verður að nýleg-
um hlekk í margbreytilegri keðju
lífsins. Siðmenningin verður að
augnabliki í þróunarsögunni. Um-
kringdur villtri náttúru skynja ég
síður einstaklingseðli mitt. Eg sé
dýrin í kringum mig sem tilraunir
náttúrunnar; og ég skil að maður-
inn er einnig þar á meðal. Hver
tegund er sem fulltrúi ákveðins
lífsforms, sem reynir að halda velli,
nota hvert tækifæri, sem gefst sér
til framdráttar. Vaðfuglinn hefur