Úrval - 01.09.1975, Side 11

Úrval - 01.09.1975, Side 11
VISKA MÓÐUR NÁTTÚRU 9 ekki mannkynið í heild. Alltof íá ónumin svæði eru eftir. Bæði með ráðnum hug og afskiptaleysi höf- um við einangrað okkur frá nátt- úrunni, sem skapaði okkur. Áhersl- an, sem við leggjum á vísindin hefur valdið ógnvekjandi offjölgun mann- kynsins, sem aftur leggur enn meiri áherslu á áframhaldandi þróun vís- inda, til að við getum haldið sömu lifnaðarháttum og bætt afkomuna. Því miður hef ég komist að raun um að of mikil áhersla á vísinda- þróun veikir stöðu mannsins og kemur jafnvægi lífsins úr skorð- um. Vísindin leiða af sér tækni. Tæknin leiðir af sér flóknari og flóknari útbúnað. Dæmin eru alls staðar: Margvísleg uppbygging verslunarfyrirtækja, sjálfvirkni og verktækni, stríð, skattaálagning, lagasetningar, þessa gætir á nær öllum sviðum mannlegs lífs. En til hvaða ráða getur hinn vísindalega sinnaði maður gripið? Setjum svo að tæknifræðingar komist að þeirri fræðilegu niðurstöðu að þeir séu á góðri leið með að koma sinni eigin menningu fyrir kattarnef. Eru þeir færir um að snúa spilinu við? Mistök fyrri menningarskeiða og einnig okkar eigin, sanna að mað- urinn er ekki hæfur til að fást við endalaust flóknara líf. Hann hefur ekki fundið hvernig hann getur ráðið við vísindaþekkingu sína. I þessu tilviki held ég að maðurinn geti lært af hinni frumstæðu nátt- úru. því hún var sköpuð af sólar- orkunni og þrífst við óendanlega flóknar aðstæður. Ekkert vanda- mál hefur rejmst henni óleysanlegt. Úr flóknum samstæðum atóma hef- ur náttúran skapað lokkandi feg- urð blómanna, kæti höfrunganna og vitsmuni mannsins — undur lífsiris. Úti í náttúrunni skynja ég þetta undur og borið saman við það verð- ur vísindaleg hæfni okkar að smá- munum einum. Samsetning tölvu er einföld borið saman við upp- byggingu einnar frumu. í frum- stæðu umhverfi verður mér ljós staða mannsins í þróuninni, eins og ég losni skyndilega úr dáleiðslu. Lífið sjálft verður að vera til við- miðunar þegar dregnar eru álykt- anir. Hvernig gat mér sést yfir svo augljósa staðreynd, þó ekki væri nema um stundarsakir? Á göngu í frumskógi Indónesíu sé ég vafningsvið teygja sig upp eftir margstofna trjám. Smáfuglar kallast á. Páfagaukar skrækja. Um leið og ég geng yfir safaríka mold- ina, kem ég auga á villisvínafjöl- skyldu, sem ráfar um og hrín. Ap- ar sveifla sér yfir höfði mér. Eðla skríður upp á trjábút. Mér finnst ég flytjast aftur í gráa forneskju, leystur úr viðjum klukku tilveru okkar. Aldir verða að sek- úndum. Maðurinn verður að nýleg- um hlekk í margbreytilegri keðju lífsins. Siðmenningin verður að augnabliki í þróunarsögunni. Um- kringdur villtri náttúru skynja ég síður einstaklingseðli mitt. Eg sé dýrin í kringum mig sem tilraunir náttúrunnar; og ég skil að maður- inn er einnig þar á meðal. Hver tegund er sem fulltrúi ákveðins lífsforms, sem reynir að halda velli, nota hvert tækifæri, sem gefst sér til framdráttar. Vaðfuglinn hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.