Úrval - 01.09.1975, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
ur þéttbyggð svæði, þar sem er
gnægð af verslunum, veitingahús-
um, leikhúsum og mörkuðum. Eina
örugga ráðið til þess að drepa borg-
irnar er að breyta jarðhæðum
þeirra í galtómt olnbogarými. Jane
Jacobs benti á þetta fyrir næstum
15 árum í bók sinni „Dauði og líf
amerískra stórborga“. En ennþá er
samt verið að hrúga upp háhýsum
úr gleri, sem hvíla á súlum, þann-
ig að á jarðhæð þeirra og á milli
þeirra er ekki neitt nema torg, með
einstaka gosbrunni eða banka, sem
lokar klukkan 3 síðdegis.
Slíkar fyrirmyndir að nútíma-
borgum hafa í för með sér örugg-
an dauða íbúa þeirra. Hér er ekki
aðeins um kenningu að ræða. Ein
af hættulegustu tískugötum á Man-
hattaneyju er 6. breiðgata í New
York, en við efri hluta hennar eru
næstum eingöngu glerturnar með
geysimikið olnbogarými á jarð-
hæð. Ég veit það af eigin reynslu,
því að ég á heima rétt hjá henni.
Þar var áður fjöldi lítilla versl-
ana, veitingahúsa, vínstúka og kvik
myndahúsa, sem opin voru mest-
alla nóttina. Og þá var enginn
stunginn með hnífi. Nú getur þar
að líta gimsteina á sviði byggingar-
listarinnar, en jafnframt er þetta
svæði, þar sem líf þitt er í stöð-
ugri hættu.
Glerveggir, sem festir eru á
grind úr stáli eða steinsteypu, er
rökréttasta lausn í byggingarmál-
um 20. aldarinnar.
Sérhver nútímaarkítekt hefur
yndi af hinum óviðjafnanlegu eig-
inleikum glersins. En sérhver nú-
tímaarkítekt hefur einnig lent í
vandræðum vegna þessara sérstöku
ástamála sinna. Þegar um mikið
gler er að ræða, hættir því
til að þenjast út og dragast saman.
Því hættir til að brotna í óútreikn-
anlegum stormum. Það hleypir í
gegn of miklum hita eða kulda.
Það skapar svo mikið blik, að það
þarf dýra baklýsingu til þess að
vera mótvægi gagnvart hinni eðli-
legu birtu, sem það hleypir í gegn-
um sig.
í hinni raunverulegu veröld,
fremur en í draumaveröld kenn-
inga byggingarlistarinnar, eru mikl-
ir ókostir við hús, sem eru að mestu
leyti úr gleri. Þar er ekki aðeins
um að ræða ókosti fyrir þá, sem
lifa og starfa innan glerveggjanna,
heldur einnig þá, sem lifa og starfa
hinum megin götunnar. Sumar af
nýrri glerbyggingum okkar hafa
haft svo mikla endurkastseiginleika,
að þær hafa ,,steikt“ næstu ná-
granna, sem þörfnuðust talsvert
meiri loftkælingar, eftir að nýju
byggingarnar tóku að endurkasta
sólarhitanum til þeirra.
Við þörfnumst geysistórra sam-
býlishúsa í borgum okkar til þess
að leysa ógnvænleg húsnæðisvand-
ræði.
Reynslan af húsbyggingarmálum
í Bandaríkjunum síðustu 40 árin
hefur sýnt, að háhýsaíbúðum fyrir
barnafjölskyldur hættir til þess að
verða alger óskapnaður, hversu vel
sem húsin og bvggingarsvæðin eru
skipulögð. Pruitt-Igoe-hverfið í St.