Úrval - 01.09.1975, Qupperneq 18
16
ÚRVAL
nú flest að finna í úthverfunum,
er mjög ólíklegt að fylkisþing
eða þjóðþingið muni veita neinu
verulegu fjármagni til viðhalds
tómum miðborgarhverfum. Það
verður því að selja Manhattaneyju
ferðaskrifstofunum eða (sem alls
ekki er óhugsandi) indíánum, sem
hún var keypt af forðum daga.
☆
RÆTUR GRASSINS.
Þegar Mike var þriggja ára langaði hann í sandkassa, en faðir
hans sagði: ,,Það fer alveg með garðinn. Það verða krakkar hérna
dag og nótt og kasta sandinum út um allt. Það drepur grasið.“
En móðir hans sagði: „Það kemur aftur.“
Þegar Mike var fimm ára langaði hann í frumskógaleiktæki með
köðlum til að sveifla sér í, en faðir hans sagði: ,,Guð almáttugur!
Ég hef séð svoleiðis hluti á lóðum, og veistu hvernig garðarnir
líta út? Moldarholur í grasflötunum. Krakkarnir sparka upp sverð-
inum með íþróttaskónum. Það drepur grasið."
En móðir hans sagði: „Það kemur aft,ur.“
í hléunum, sem faðir hans tók sér, þegar hann var að blása
upp plastiksundlaugina sagði hann: „Þau skvetta vatninu út um
allt, það verða háðar milljón vatnsorrustur, og þú getur ekki farið
út með ruslið án þess að sökkva upp að eyrum í drullu, og flötin
okkar verður sú eina sem verður brún á löngu svæði. Það drepur
grasið."
En móðir hans sagði: „Það kemur aftur.“
Þegar Mike var 12 ára bauð hann að nota grasflötina fyrir tjald-
stæði. Þegar drengirnir tjölduðu og ráku tjaldhælana niður sagði
faðir hans við móður Mikes: „Þú veist að þessi tjöld og þessir
stóru fætur koma til með að trampa niður hvert grasstrá. Er það
ekki? Þú þarft ekki að svara, ég veit að þú myndir svara: Það
kemur aftur.“
Þegar grasfræið var á góðri leið með að ná rótfestu, kom vetur-
inn og bleytan skolaði því í hrannir. Faðir Mikes hristi höfuðið
og sagði: „Ég hef aldrei farið fram á mikið í þessu lífi ■— bara
dálítinn grasblett."
En móðir hans sagði: „Það kemur aftur.“
Nú er Mike 18 ára. Þetta árið er grasflötin falleg — græn og
lifandi — hún breiðir úr sér eins og grænt teppi þar sem áðu'r
tröðkuðu íþróttaskór, við bílskúrin þar sem reiðhjólin voru látin
detta og kringum litlu blómabeðin, þar sem litlir drengir grófu
áður með teskeiðum.
En faðir Mikes tekur ekki eftir því. Hann lítur áhyggjufullur
yfir garðinn og spyr: „Mike kemur aftur, er það ekki?“
Úr Field Newspaper Syndicate.